Geðorðin 10 - Lagt í vörðuna

KENNSLUSTUND 8 AÐFERÐ Innlögn, verkefnavinna, leikur eða uppbrot. UNDIRBÚNINGUR OG EFNI Blað eða bók, skriffæri, litir, tafla/flettitafla. Efni fyrir leiki eða uppbrot. HEIMAVINNA Hugsa um sjöunda geðorðið Reyndu að skilja og hvetja aðra í kringum þig . 60 KENNSLUSTUNDIN: Í þessari kennslustund er markmiðið að ræða um og vinna með geðorð 6 sem er Flæktu ekki líf þitt að óþörfu. Umræðupunktar Við þurfum ekki að fá allt, gera allt eða eiga allt til að okkur líði vel. • Kennari ræðir við nemendur um hvað það er sem skiptir máli til að okkur líði vel. Hvað er það sem gerir okkur hamingjusöm, eru það veraldlegu hlutirnir eða annað? • Lærum að njóta þess sem við höfum og eigum, því litlu hversdags- legu hlutirnir í lífinu gefa okkur oft mest. • Flækjuleikurinn. AÐ FORÐAST FLÆKJUR HEFUR ÁHRIF Á ANDLEGA VELLÍÐAN. • Kennarinn stýrir umræðum um það sem flækir lífið eins og ágreiningur milli vina eða nemenda, slagsmál eða hvöss orðaskipti og baktal (tala illa um náungann). Allt þetta flækir lífið og öllum líður illa á eftir. Betra er að vanda samskipti sín, hugsa áður en eitthvað er sagt og viðra skoðanir annarra. • Mikilvægt er að átta sig á þeim flækjum sem eru orkufrekar og valda vanlíðan. Ekki eyða orku í það sem ekki skiptir máli og reyna að komast hjá ágreiningi. AÐ HORFA JÁKVÆTT TIL FRAMTÍÐAR. • Að vera meðvituð um það sem veitir hamingju, eins og fjölskyldu og vini. • Að vera tilbúin að takast á við þau verkefni sem bíða okkar. • Hvernig sjá nemendur sig eftir 20 ár? Nemendur geta rætt það sín á milli tvö og tvö. • GEÐORÐ 6 – FLÆKTU EKKI LÍF ÞITT AÐ ÓÞÖRFU

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=