Geðorðin 10 - Lagt í vörðuna
7 7 Geðheilsa nemenda er óumdeilanlegur hluti af lýðheilsumálum samtímans og því þarf að leggja grunn að geðheilbrigði nemenda snemma á lífsleið þeirra. Það má gera með því að hafa geðrækt sem hluta af skólastarfinu, t.d. í lífsleiknikennslu. Samkvæmt skýringuAlþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (World Health Organization (WHO)) er heilsa skilgreind sem líkamleg, andleg og félagsleg vellíðan en ekki einungis það að vera laus við sjúkdóma og örorku. Áhersla er lögð á að geðheilsa er meira en það að eiga ekki við geðraskanir eða andlegan veikleika að stríða (WHO, 2007). Góð heilsa er mikilvæg bæði fyrir einstaklinga og samfélagið í heild. Heilsa tekur ekki einungis til líkamlegra þátta, heldur einnig félags- legra og andlegra þátta á öllum æviskeiðum. Til að öðlast góða and- lega heilsu þarf að rækta bæði líkama og sál. Íhlutanir eða inngrip sem auka vellíðan eru mikilvæg og geta stuðlað að því að gera ein- staklinga hamingjusamari og virkari í lífinu. Tilgangur kennsluefnisins Geðorðin 10 – Lagt í vörðuna er að auka vellíðan nemenda. Efninu er ætlað að byggja upp andlegan styrk nemenda, stuðla að tilfinningaþroska, kenna þeim að takast á við og þekkja leiðir út úr vanlíðan. Með kennsluefninu er leitast við að leggja grunn að vellíðan nemenda og kenna þeim aðferðir til að takast á við andlega vanlíðan áður en hún hefur áhrif á líf þeirra. Íhlutun þarf að eiga sér stað snemma í lífi einstaklinga til að ná sem bestum árangri (Lawton-Smith, 2007). Gert er ráð fyrir að Geðorðin 10 – Lagt í vörðuna henti sembreiðustum hópi nemenda á miðstigi, bæði þeim sem eru frískir og heilbrigðir og þeim sem glíma við vægar geðraskanir. Þeir nemendur sem glíma við alvarlegar hegðunar- og geðraskanir þurfa sértæka þjónustu en gætu nýtt sér verkefnavinnuna til gagns. FORMÁLI INNGANGUR 6
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=