Geðorðin 10 - Lagt í vörðuna

KENNSLUSTUND 7 LEIKIR HREYFILEIKUR Á STAÐNUM Markmið : Þjálfa grófhreyfingar, auka einbeitingu og eftirtekt. Hópefli. Gögn : Hringlaga gúmmímottur, gömul dagblöð eða tímarit. Framkvæmd : Þátttakendur standa á dagblöðum (A-4) eða litlum hring- laga gúmmímottum. Kennarinn eða einn nemandi er stjórnandi og stýrir ýmsum hreyfingum á mottunni (dagblaði, tímariti). T.d. að ganga, hlaupa, tvista, synda, skíða, hoppa, dansa, hrista eða bylgja sig á staðnum. Svo má gera sömu æfingar með mottuna á höfði. Til að auka gleðina má spila tón- list á meðan eins og t.d. Súpermann lagið. Svo má ferðast um stofuna á mottum allra. Einnig má fara í kappboðhlaup þar sem tvær mottur eru á hvern hóp. KEPPNI Í HJÓLREIÐUM Markmið : Styrkja handleggi, efla viljafestu og þol. Gögn : Borð. Framkvæmd : Leikmenn standa milli tveggja borða og er bilið milli borðanna um það bil í axlabreidd leikmanna. Þeir hafa hendurnar á borðunum og þegar stjórnandi gefur merki lyfta allir fótunum og fara að hjóla, sá sem getur hjólað í lengstan tíma verður hjólreiðameistarinn. Heimild: Leikjavefurinn, á.á. UPPBROT GENGIÐ Í SKÓLANN Nemendur fá það verkefni að ganga 30 mínútur á dag t.d. í göngutúr, í skólann, í tómstundir, á æfingu. 57

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=