Geðorðin 10 - Lagt í vörðuna

KENNSLUSTUND 7 AÐFERÐ Innlögn, verkefnavinna, leikur eða uppbrot. UNDIRBÚNINGUR OG EFNI Blað eða bók, skriffæri, litir og tafla/flettitafla. Efni fyrir leiki eða upp- brot. HEIMAVINNA Hugsa um fimmta geðorðið Hreyfðu þig daglega, það léttir lundina. 54 KENNSLUSTUNDIN: Í þessari kennslustund er markmiðið að ræða um og vinna með geðorð 5 sem er Hreyfðu þig daglega, það léttir lundina. Umræðupunktar Regluleg hreyfing veitir vellíðan bæði til lengri og skemmri tíma litið • Kennari ræðir um gildi hreyfingar fyrir sál og líkama. Að hreyfing hefur áhrif á líkamlega, andlega og félagslega líðan. Misjafnt er hvaða hreyfing hentar hverjum og einum. • Hvað er það sem veitir vellíðan? Nemendur skrifa á miða þá hreyfingu sem veitir þeim vellíðan, eins og hlaup, hjólreiðar, að spila fótbolta, fimleikar, handbolti, karate, golf, sund o.fl . Miðum er síðan safnað saman og skoðaðir í sameiningu og umræður teknar út frá þeim. HREYFING ER EIN AF UNDIRSTÖÐUM VELLÍÐUNAR. • Nemendur gera hreyfidagbók (Fylgirit 5) í eina viku. Skrá hvernig hreyfingu þau iðka (fótbolti, útileikir, ganga í skólann o.s.frv.) og hve lengi á dag. • Kennari hvetur til hreyfingar 1 klst. á dag og nemendur skrá niður líðan fyrir og eftir í geðræktarbókina. ÖLL HREYFING, HVERSU LÍTIL SEM HÚN ER, SKIPTIR MÁLI. • Kennari ræðir almennt um hreyfingu og hvers konar hreyfingu er hægt að stunda án mikillar fyrirhafnar. Hreyfing getur falist í því að sinna húsverkum eins og að slá gras, moka snjó, ryksuga, fara með rusl. Og að ganga í skóla, ganga stiga (í stað lyftu), fara í göngu með hundinn o.s.frv. • Íþróttir geta verið mjög fjölbreyttar og krafist mismikillar hreyfingar. Hvaða íþróttir þekkja nemendur sem ekki eru algengar eða kalla á mikla hreyfingu? GEÐORÐ 5 – HREYFÐU ÞIG DAGLEGA, ÞAÐ LÉTTIR LUNDINA

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=