Geðorðin 10 - Lagt í vörðuna

KENNSLUSTUND 1 GÆÐASTUNDIR HEIMA LÆRDÓMUR AF MISTÖKUM Fjölskyldan ræðir saman um einhver mistök sem hafa átt sér stað og hvaða leiðir voru notaðar út úr þeim. Hvaða lærdómur var dreginn af mistökunum? HÆSTA OG LÆGSTA Fjölskyldan ræðir saman við matarborðið um hvað bar hæst eða lægst yfir daginn. Hver fjölskyldumeðlimur tjáir sig um atburði dagsins. Í fram- haldi er umræða um það hvernig hægt er að efla það hæsta og draga úr því lægsta. VIRK HLUSTUN Fjölskyldan gefur hverjum og einum tækifæri til að tjá sig um mistök eða óhapp og hlustar af athygli á viðkomandi, með líkamstjáningu og augnsambandi. ÚT FYRIR ÞÆGINDARAMMANN Fjölskyldan hjálpast að við að takast á við verkefni sem hafa verið skil- greind sem erfið, þ. e. að stíga út fyrir þægindarammann, bæði sem hópur og einstaklingar. BAKSTUR OG ELDAMENNSKA Ungum fjölskyldumeðlimum er leyft að prufa sig áfram við bakstur og eldamennsku, með tilheyrandi mistökum, undir eftirliti foreldra. 53 Læ rum Gott og vont Hlusta Reyna nýtt Baka

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=