Geðorðin 10 - Lagt í vörðuna

KENNSLUSTUND 6 51 LEIKIR ATHYGLISLEIKUR Markmið : Auka einbeitingu, hlustun og samhæfingu bekkjarins. Hópefli. Gögn : Fyrirmæli á renningum (sjá fylgirit 3). Framkvæmd : Klippið fyrirmæli niður í renninga. Kennarinn dreifir renn- ingunum til nemenda þannig að allir fái a.m.k. ein fyrirmæli (ath. nota þarf öll fyrirmælin). Nemendur lesa og kynna sér fyrirmælin og bregðast við samkvæmt því sem á miðanum stendur. Leikurinn á að ganga hratt fyrir sig og því þurfa nemendur að vera búnir að kynna sér vel fyrirmæli sín, fylgjast vel með gangi leiksins og vera fljótir að framkvæma sinn hluta af fyrirmælunum svo að leikurinn gangi upp. Heimild: Guðrún Pétursdóttir, 2003. (Staðfærður leikur) ÞETTA ER NEFIÐ MITT Markmið : Auka einbeitingu og eftirtekt. Hópefli. Gögn : Engin. Framkvæmd : Þátttakendur sitja í hring og einn stendur í miðju. Hann gengur að einumþeirra sem situr, bendir á einhvern hluta líkama síns og segir að það sé allt annar líkamshluti. Til dæmis bendir hann á hökuna og segir: „Þetta er nefið mitt.“ Síðan telur hann upphátt upp að 10, eins hratt og hann getur. Sá sem hann beindi orðum sínum að verður að vera búinn að nefna réttan líkamshluta, áður en sá inni í hringnum er búinn að telja upp að 10. Ef það tekst ekki, skipta þeir um sæti. Heimild: Hörður Haraldsson, 1994.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=