Geðorðin 10 - Lagt í vörðuna

KENNSLUSTUND 6 AÐFERÐ Innlögn, verkefnavinna, leikur eða uppbrot. UNDIRBÚNINGUR OG EFNI Blað eða bók, skriffæri, litir og tafla/flettitafla. Efni fyrir leiki eða upp- brot. HEIMAVINNA Hugsa um fimmta geðorðið Hreyfðu þig daglega, það léttir lundina. 48 KENNSLUSTUNDIN: Í þessari kennslustund er markmiðið að ræða um og vinna með geðorð 4 sem er Hreyfðu þig daglega, það léttir lundina . Í lokin eiga nemendur að geta gert sér grein fyrir gildi hreyfingar fyrir heilsuna. Umræðupunktar og kveikjur. Enginn er fullkominn. • Kennari ræðir við nemendur um hvað það merkir að vera fullkominn. Þeir skrifa á miða sínar tillögur. Kennari og nemendur fara yfir mið- ana og ræða hvað kom þar fram og bera saman. Umræður út frá því sem kom fram o Hvað er að vera fullkominn? Enginn getur verið fullkominn í öllu. Einum finnst eitthvað fullkomið en öðrum þarf ekki að finnast það sama. o Allir eru góðir í einhverju en enginn er góður í öllu. ALLIR GERA EINHVERN TÍMANN MISTÖK. • Mikilvægt er að horfast í augu við mistök og læra af þeim. • Að bregðast við mistökum af jákvæðni og draga lærdóm af gerir einstakling sterkari. • Hægt er að nýta mistök til góðs og læra af þeim. • Leikur: þetta er nefið mitt FLEIRI UMRÆÐUPUNKTAR Ræðið við nemendur um eftirfarandi orðatiltæki. Hvað merkja þau í þeirra huga? Nemendur geta valið sér eina setningu og unnið með á fjölbreyttan hátt. • Þeir sem horfast í augu við mistök af jákvæðni eru sterkari. • Fullorðnir gera líka mistök. • Hamingja næst ekki með fullkomnun. • Að læra af mistökum sínum. • Ef einstaklingur er jákvæður er hann líklegri til að læra af mis- tökum. • Reynsla fæst af því að gera mistök. • Vinna skilar árangri. GEÐORÐ 4 – LÆRÐU AF MISTÖKUM ÞÍNUM

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=