Geðorðin 10 - Lagt í vörðuna

KENNSLUSTUND 5 UPPBROT LEYNDARMÁL UPPLÝST Nemendur skrifa á miða eitthvert leyndarmál um sig, sem aðrir vita ekki um og setja í poka. Leyndarmálið á bara að vera eitthvað léttvægt eins og t.d. mér finnst gott að vera berfætt(ur), mér finnst nammi gott, ég er góð(ur) í fótbolta, ég er hrifin(n) af köttum eða ég prjóna mikið. Kennarinn dregur síðan miða upp úr pokanum og les. Nemendur þurfa þá að giska á hver það er sem skrifaði miðann. Þeir nemendur sem eru nefndir verða að standa upp. Síðan segir kennari öllum að setjast nema þeim sem skrifaði miðann, hann stendur eftir eða stendur upp ef nafn hans hefur ekki verið nefnt. Síðan er næsti miði dreginn og haldið áfram. MEÐ OG Á MÓTI Nemendur setja upp hlutverkaleikþátt þar semkennarinn hefur lagt upp línurnar og sett ramma með viðfangsefni. Dæmi um viðfangsefni geta verið: skólareglur, reglur á fótboltavelli, umgengni í matsal, vinnufriður, fara að fyrirmælum, símanotkun, o.fl . Nemendur draga miða, hvort þeir eiga að vera með viðfangsefninu eða á móti. Hægt er að notast við leik- muni eins og höfuðföt eða fatnað til að auðvelda nemendum að komast í hlutverk. Með því að fara í hlutverkaleik þjálfar nemandinn sig í að kynnast ólíkum hlutverkum og takast á við ýmsar tilfinningar sem hann hefði annars ekki upplifað. Bera þarf virðingu fyrir öllum skoðunum. 46

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=