Geðorðin 10 - Lagt í vörðuna

KENNSLUSTUND 5 LEIKIR STJÓRNENDALEIKUR – ALLIR SEM EINN Markmið : Auka einbeitingu og samhæfingu handa. Hópefli. Gögn : Engin. Framkvæmd : Þátttakendur raða sér í hring og einn er valinn til að ver’ann. Sá sem er’ann fer fram eða svo langt frá að hann heyrir ekki það sem hinir segja og á meðan ákveða þeir hver eigi að stjórna. Sá sem er’ann kemur og tekur sér stöðu í miðjum hringnum. Stjórnandi hringsins byrjar að hreyfa sig á einhvern hátt sem hann velur sjálfur og hinir í hópnum fylgja á eftir. Hann getur t.d. sveiflað annarri hendi. Stjórn- andinn þarf að skipta um hreyfingu án þess að sá sem er í miðjunni taki eftir, en hinir í hringnum herma eftir. Stjórnandinn getur t.d. sveiflað hinni hendinni. Leikurinn er fólginn í að sá sem er’ann átti sig á hver það er sem stjórnar hreyfingunum. Það er á valdi þátttakenda hversu margar tilraunir hann fær eða hvort þær eru ótakmarkaðar. Þegar sá sem er’ann hefur áttað sig á hver stjórnandinn er, fer stjórnandinn úr hringnum og hinir velja nýjan stjórnanda. Æskilegt er að þátttakendur séu á bilinu tólf til tuttugu og helst ekki færri en sjö. Heimild: Leikjavefurinn, á.á. HANDAKLAPP Markmið : Hreyfing, athygli og skarpskyggni, tilbreyting. Gögn : Engin. Framkvæmd : Þátttakendur sitja eða liggja (krjúpa) í hring og leggja lófana flata á gólfið/borðið /hnén. Síðan flytur hver þátttakandi vinstri hönd sína yfir hægri hönd þess sem situr honum á vinstri hönd. Einn úr hópnum byrjar að klappa lófanum á gólfið einu sinni. Klappið á að ganga réttsælis og verða allir að einbeita sér að því að fylgjast með hvenær er komið að þeirra hönd. Það getur ruglað þátttakendur í ríminu að hendur þeirra eru ekki hlið við hlið. Ef klappað er tvisvar snýst hringurinn við. Þegar einhver klappar á vitlausum tíma eða gleymir að klappa er hann úr. Þá á þátttakandi að setja höndina aftur fyrir bak en hin höndin er enn þá með í leiknum. Þegar þátttakandi hefur klappað vitlaust tvisvar er hann úr leik. Að lokum stendur svo einn þátttakandi uppi sem sigurvegari. Leikurinn krefst þess að það sé ró og einbeiting í hópnum. Heimild: Leikjavefurinn, á.á. 45

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=