Geðorðin 10 - Lagt í vörðuna

FLEIRI UMRÆÐUPUNKTAR Ræðið við nemendur um eftirfarandi orðatiltæki. Hvað merkja þau í þeirra huga? Nemendur geta valið sér eina setningu og unnið með á fjölbreyttan hátt. • Jákvætt hugarfar er undirstaða þess að geta lært. • Byrjum að læra sem lítil börn, erum að læra alla ævi. • Börn geta kennt gamla fólkinu og gamla fólkið getur kennt börnunum. • Maður lærir svo lengi sem maður lifir. • Mikilvægt að vera tilbúin(n) að læra eitthvað nýtt. • Þurfum ekki að hafa sömu skoðanir og aðrir, samt hægt að læra af öðrum. • Mikilvægt að vera víðsýn(n). • Hægt að læra af jákvæðri gagnrýni og nýta sér hana á uppbyggilegan hátt. • Að læra meira í dag en í gær eykur þroska. • Velgengni og vellíðan myndast ef við fáum tækifæri til að þroskast og efla sterku hliðarnar. • Trú á eigin getu til að læra eitthvað nýtt er hverjum manni nauðsyn. 43 KENNSLUSTUND 5

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=