Geðorðin 10 - Lagt í vörðuna

KENNSLUSTUND 5 AÐFERÐ Innlögn, verkefnavinna. UNDIRBÚNINGUR OG EFNI Útprentun á geðorðunum 10 og veggspjaldi. Foreldrabréf heim. ORÐSKÝRING Geð: skap eða hugur HEIMAVINNA Finna kassa og skreytingarefni. Ræða geðorðin við foreldra. VÍÐSÝNI, JÁKVÆÐNI OG OPINN HUGUR EYKUR ÞEKKINGU. • Kennari tekur umræðu um það hvað einkennir víðsýna einstaklinga og hvað einkennir þröngsýna einstaklinga. Víðsýnir einstaklingar rýna til gagns, eru skapandi og nota ímyndunaraflið. Þeir hugsa út fyrir rammann og leita lengra að þekkingu, þeir gera ráð fyrir að eitthvað meira liggi að baki. Þeir eru tilbúnir að skipta um skoðun ef leit þeirra leiðir annað í ljós. Andstæðan við víðsýna einstaklinga er þá þröngsýni. Hér er hægt að taka sýnidæmi um hvort glasið er hálf tómt eða hálf fullt. • Ný tækifæri skapast við að horfa með opnum hug á nýjungar. GETUM ALLTAF LÆRT EITTHVAÐ NÝTT OG MEIRA, HVERSU MIKIÐ SEM VIÐ VITUM. • Að vita meira og meira …meira í dag en í gær. o Kennari talar um það hvað nemendur langar að læra í lífinu, fyrir utan það sem hægt er að læra í skólanum … að dansa, syngja, binda skátahnút, kafa o.fl . • Aldrei að segja aldrei. Mikilvægt er að vera víðsýn(n) og opin(n) hugmyndum og tækifærum sem geta leitt okkur á nýja og áhuga- verðar brautir sem geta verið okkur til hagsbóta. Við getum meira en við höldum. AÐ LÁTA NÁMIÐ Í SKÓLA LÍFSINS OG REYNSLU ÁRANNA VERÐA SJÁLFUM SÉR OG ÖÐRUM TIL GAGNS OG GÓÐS. • Hvað er hægt að læra í skóla lífsins? Hvað kenna eldri kynslóðir þeim yngri? T.d. að baka, elda, gamlar hefðir og vinnuaðferðir. Einnig samskipti, virðingu, góða framkomu og kurteisi. Yngri kynslóðir geta einnig kennt þeim eldri ýmislegt eins og á snjallsíma, tölvur, nýja dansa og leiki. Hvað ungur nemur, gamall temur. • Hvað er hægt að læra í Hogwart skólanum sem söguhetjan Harry Potter gekk í? Það er ýmislegt eins og galdra, nýstárlega leiki eins og knattleik á fljúgandi kústsköftum og að takast á við erfiðar að- stæður. • Það er lærdómsríkt að hlusta á aðra, hvort sem er á ungt fólk og eða eldra. Allir hafa sína sögu að segja sem má draga lærdóm af. Getið þið nefnt dæmi um eitthvað sem þið lærðuð með því að hlusta á aðra? 42

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=