Geðorðin 10 - Lagt í vörðuna

KENNSLUSTUND 5 AÐFERÐ Innlögn, verkefnavinna, leikur eða uppbrot. UNDIRBÚNINGUR OG EFNI Blað eða bók, skriffæri, litir og tafla/flettitafla. Efni fyrir leiki eða upp- brot. HEIMAVINNA Hugsa um fjórða geðorðið Lærðu af mistökum þínum. 40 KENNSLUSTUNDIN: Í þessari kennslustund er markmiðið að ræða um og vinna með geðorð 3 sem er Haltu áfram að læra svo lengi sem þú lifir . Umræðupunktar og kveikjur. Lærdómur er mikilvægur. • Kennari ræðir um það hvað er lærdómur. Er lærdómur eitthvað sem eingöngu er kennt í skólanum eða er lærdómur líka það sem lífið kennir manni? • Í frumbernsku þegar við erum lítil er margt að læra, eins og t.d. tala, ganga, læra að mata sig og fara sjálf á klósettið. Allir þurfa að læra að bjarga sér sjálfir. Hver er þá kennarinn? Eru það ekki foreldrar eða forráðamenn? Það þarf stöðug að bæta við þekkingu í lífinu. Þekk- ingin er misjöfn eftir aldursskeiðum sem kalla á sífellt nýjar kröfur um menntun og þjálfun. Hvað þurfum við að læra þegar við erum lítil og erum að læra að bjarga okkur sjálf? Hver er þá kennarinn okkar? • Hver og einn lærir á sinn hátt og ekki fara allir sömu leið að þekk- ingunni. Í frumbernsku eru það foreldrar sem leiðbeina en síðan í leikskóla og grunnskóla koma fleiri að og nýjar kröfur og nýir náms- þættir bætast við. Spurningar til nemenda: Hvernig finnst ykkur best að læra nýja hluti? Hvernig er best að læra í skólanum? Hvernig er best að læra verklega hluti? • Að læra er að læra að hugsa. Hugsun sprettur af aðstæðum sem bein reynsla er af. Hugsun sprettur ekki upp úr engu, þegar ein- staklingurinn byrjar að hugsa, athugar hann aðstæður til að gera sér betur grein fyrir þeim, horfist í augu við þær, uppgötvar stað- reyndirnar og gerir þær kunnuglegar að lokum (Dewey, 2000). Kann- ist þið við að þegar þið eruð í ákveðnum aðstæðum sem þið hafið áður verið í að sama hugsun spretti fram? Til dæmis þegar maður er lítill þá getur mikil hræðsla gripið um sig þegar hvolpur kemur æðandi að manni. Þegar maður eldist og þroskast áttar maður sig á að hvolpurinn er ærslafenginn, kátur og langar að leika en ekki stökkva á mann og bíta. GEÐORÐ 3 – HALTU ÁFRAM AÐ LÆRA SVO LENGI SEM ÞÚ LIFIR

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=