Geðorðin 10 - Lagt í vörðuna

KENNSLUSTUND 4 GÆÐASTUNDIR Hrósa Fjölskyldan tekur smá tíma í að hrósa hver öðrum. Heimsóknir Fjölskyldan gefur sér tíma til að heimsækja ömmu og afa, ætt- ingja og vini. Tjá einhverjum væntumþykju Fjölskyldumeðlimir tjái væntumþykju sína gagnvart öðrum í fjöl- skyldunni, í orði og athöfnum. Að hlúa að Fjölskyldan skiptir með sér ábyrgð á að hlúa að einhverju, eins og gæludýrum eða gróðri. Leynivinaleikur Fjölskyldan skrifar nöfn fjölskyldumeðlima á litla miða sem settir eru í skál. Síðan draga allir eitt nafn og hlúa sérstaklega vel að þeim fjölskyldumeðlim þá vikuna, í laumi. Hafa mætti stórfjöl- skylduna með í þessum leik. Dæmi um glaðning er að hrósa við- komandi, gefa gjöf, semja ljóð, skrifa bréf, færa kaffibolla eða ávöxt. Að viku liðinni er gefið upp hver átti hvaða leynivin. Besta gjöfin Fjölskyldumeðlimir segja frá bestu gjöf sem þeir hafa fengið, getur verið hvað sem er, veraldleg eða huglæg gjöf. Gladdi gjöfin fleiri en þiggjandann, kannski gefandann? Gefðu tíma Hver fjölskyldumeðlimur gefur einhverjum sem honum þykir vænt um gjöf í formi samveru. Þar sem þiggjandi fær að ráða við- fangsefninu og tímalengd. 39 Hrósa Heimsæ kja Hlúa að Leynivina- leikur Gefðu tíma Besta gjöfin

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=