Geðorðin 10 - Lagt í vörðuna

KENNSLUSTUND 4 BLINDI INDÍÁNAHÖFÐINGINN Markmið : Þjálfa heyrn og eftirtekt. Gögn : Trefill eða eitthvað til að binda fyrir augun og einhver smáhlutur, t.d. úr. Framkvæmd : Kennari velur einn nemanda úr hópnum og bindur fyrir augu hans. Er sá indíánahöfðingi. Nemendur sitja allir í hring. Indíánahöfð- inginn situr á gólfinu örlítið frá hinum með krosslagða fætur (í stellingu indíánahöfðingja). Fyrir framan hann er fjársjóður hans sem hann vill verja. Leikurinn gengur út á það að hinir nemendurnir eiga að reyna að stela fjársjóði hans. Kennari bendir á einhvern úr hópnum sem á að reyna að skríða eins hljóðlega og hann getur og ná í hlutinn. Blindi indíáninn á þá að reyna að heyra hvaðan hljóðið kemur og benda í áttina að því. Geti hann bent í rétta átt fær hann að vera indíánahöfðinginn áfram og heldur fjár- sjóði sínum. Nái einhver nemandinn að ræna fjársjóðnum fær hann að vera höfðingi. Heimild: Ingvar Sigurgeirsson, á.á. UPPBROT HRÓSA ÖÐRUM Nemendur taka stutta stund í að hrósa hver öðrum. KLAPPA Á BAKIÐ Á ÖLLUM Í BEKKNUM Nemendur klappa á bakið hver á öðrum í stutta stund. TJÁ EINHVERJUM VÆNTUMÞYKJU Nemendur tjá einhverjum fjölskyldumeðlim væntumþykju sína, í heimavinnu. GRÓÐURSETJA LÍTIÐ FRÆ Nemendur gróðursetja lítið blómafræ og hlúa að því í skólanum og sjá það vaxa. 38

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=