Geðorðin 10 - Lagt í vörðuna

KENNSLUSTUND 4 FLEIRI UMRÆÐUPUNKTAR: • Góð samskipti við aðra auka hamingju og vellíðan. Hvað eru góð sam- skipti? • Hugsun um þann sem okkur þykir vænt um veitir gjarnan vellíðan. • Hugsa þarf vel um þá sem okkur þykir vænt um. DÆMI UM SETNINGAR Í GEÐORÐABÓK • Hugsa um það sem manni þykir vænt um. • Hugsa um fjölskylduna. • Styðja aðra. • Passa hlutina sína vel. • Vera góð(ur). • Okkur líður vel þegar við hugsum um aðra. • Sýna væntumþykju. • Fara vel með eigur okkar og annarra. • Hugsa vel um aðra. • Vera góður við aðra. • Fara vel með sjálfan sig. • Bera virðingu fyrir sér og öðrum. • Gott að tjá tilfinningu sína. • Vera kurteis. LEIKUR LEYNIVINALEIKUR Markmið : Auka samkennd og efla hópkennd. Gögn : Engin. Framkvæmd : Leynivinaleikur gengur út á að nemendur draga úr potti nafn bekkjarfélaga sem verður leynivinur þess sem dró. Í framhaldi fá nemendur það hlutverk að hlúa vel að leynivini sínum í tiltekinn tíma (t.d. eina viku). Huga þarf að leynivininum án þess að hann komist að því, þannig að fara þarf leynt með góðverkin. Góðverkin geta falist í því að hrósa eða hjálpa viðkomandi, styðja hann ef hann lendir í útistöðum og standa með honum. Senda honum vinakort, ljóð, mynd eða jafnvel lítinn pakka. Þegar tíminn er liðinn tilkynnir sá sem framkvæmdi góðverkin leynivini sínum hver hann var. 37

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=