Geðorðin 10 - Lagt í vörðuna

KENNSLUSTUND 4 • Kennari tekur umræðu um að hægt er að þykja vænt um mismunandi hluti. Það er hægt að þykja vænt ummargt eins og fjölskyldu, vini, gælu- dýr, tuskudýr, mynd o.fl. sem vekur vellíðan. Nemendur skrifa á miða það sem þeim þykir vænt um og setja miðana í poka eða krukku og kennarinn les síðan upp af miðunum. MIKILVÆGT ER AÐ UPPLIFA OG SÝNA ÖÐRUM UMHYGGJU OG VÆNTUMÞYKJU. • Hvað er það sem dregur mann niður og hvað lyftir manni upp? Nem- endur ræða í smærri hópum þessar spurningar. Nemendur skrá niður á tvo lista annars vegar hvað lyftir manni upp og hins vegar hvað dregur mann niður. Hóparnir ræða síðan niðurstöður sínar. • Að gefa af sér og veita öðrum athygli, hlýju og ást er mikilvægt fyrir alla og hlúa að og rækta það sem hverjum og einum þykir vænt um. Hægt er að velta því upp hvernig hugsað er um aðra og hvað hægt er að gera til að gleðja aðra. Muna að sælla er að gefa en að þiggja. 36

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=