Geðorðin 10 - Lagt í vörðuna

KENNSLUSTUNDIN: Umræðupunktar og kveikjur. Setja þarf það sem skiptir máli í fyrsta sæti; eins og fjölskyldu, heilsu og vini. • Kennarinn hefur tvöfalt sett af tómri krukku, steinum, möl og sandi (All you want in life. 2014). Stóru steinarnir tákna mikilvægu hlutina í lífinu eins og fjölskyldu, heilsu og vini. Mölin táknar skólann, tóm- stundir og vinnu. Sandurinn táknar litlu hlutina sem skipta, þegar upp er staðið, litlu máli eins og föt, símar, tölvur og tölvuleikir. Fyrst setur kennarinn sand í krukkuna, síðan möl og að lokum steinana sem hann kemur ekki öllum í. Sem sýnir að ef litlu hlutirnir eru settir í forgang er lítill tími fyrir það sem skiptir mestu máli. Með þessari leið er ekki pláss eða rúm fyrir allt. Því næst er farin öfug leið, sem er rétta leiðin. Þar er byrjað á að setja stóru steinana í krukkuna, því næst mölina og að lokum sandinn. Með þessari leið sést að tími er fyrir mikilvægu hlutina ef þeir eru settir í forgang (https://www.youtube. com/watch?v=6_N_uvq41Pg) . Ef hlúð er að fjölskyldu, vinum og heilsu gefur það meiri lífsfyllingu, væntumþykju og vellíðan, heldur en litlu hlutirnir sem oft virðast svo mikilvægir en eru það ekki. • Uppbrot – Gróðursetja lítið fræ. HVERNIG GETUM VIÐ HJÁLPAÐ ÖÐRUM – GERUM SAMAN LISTA. • Sýnum öðrum væntumþykju með því að tala fallega til og um aðra. Sýnum hana með hrósi og faðmlagi, góðverkum og hjálp. • Kennarinn hvetur nemendur til að heimsækja ömmu og afa, ætt- ingja og vini. MISMUNANDI ER HVAÐ HVERJUM ÞYKIR VÆNT UM – PERSÓNUR, DÝR, HLUTI. • Nemendur gætu skrifað á miða það sem þeim þykir vænt um og sett í pott og kennarinn les. Það er svo margt ólíkt sem okkur þykir vænt um. GEÐORÐ 2 – HLÚÐU AÐ ÞVÍ SEM ÞÉR ÞYKIR VÆNT UM KENNSLUSTUND 4 AÐFERÐ Innlögn, verkefnavinna, leikur eða uppbrot. UNDIRBÚNINGUR OG EFNI Blað eða bók, skriffæri, litir og tafla/flettitafla. Efni fyrir leiki eða upp- brot. HEIMAVINNA Hugsa um þriðja geðorðið Haltu áfram að læra svo lengi sem þú lifir. Tjá einhverjum væntumþykju. 35

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=