Geðorðin 10 - Lagt í vörðuna

UPPBROT Hvað gerir þig hamingjusama(n) Nemendur skrifa í dagbókina hvað þeir gera þegar þeir finna fyrir hamingju, gleði, stolti, samúð og hvað gerir þá vongóða. Hlæja saman Nemendur taka stutta stund til þess að hlæja saman, t.d. að brandara. Paraviðtöl Nemendur ræða saman, tveir og tveir, um hvað veitir þeim vellíðan, gerir þá hamingjusöm, glöð, stolt eða vongóð. GÆÐASTUNDIR HEIMA Hvað gerir okkur hamingjusöm? Fjölskyldan ræðir saman um hamingju, hvað er það sem gerir hvern og einn hamingjusaman. Hvernig upplifir fjölskyldan tilfinningar eins og hamingju, gleði, stolt og samúð. Hlæja saman Fjölskyldan finnur tilefni til að hlæja saman, t.d. af brandara, af fyndnum myndböndum. Hæsta og lægsta Fjölskyldan ræðir saman við matarborðið um hvað bar hæst eða lægst yfir daginn. Hver fjölskyldumeðlimur tjáir sig um atburði dagsins. Í fram- haldi er umræða um það hvernig hægt er að efla það hæsta og draga úr því lægsta. Virk hlustun Fjölskyldan gefur hverjum og einum tækifæri til að tjá sig og hlustar af athygli á viðkomandi, með líkamstjáningu og augnsambandi. Hvað gefur hamingju? Hver og einn skrifar niður hvað vekur hjá honum hamingju. Fjölskyldan ákveður að kasta upp á eða draga eina hugmyndina og ákveður að framkvæma eina af hugmyndunum helgina eftir og svo koll af kolli. Ef ágreiningur er um forgangsröð mætti kasta upp á það eða að byrja á hugmynd yngsta fjölskyldumeðlims. Þakklæti Fjölskyldan telur saman hversu oft hún sagði takk yfir daginn. Bros Fjölskyldan setur sér það markmið yfir daginn að koma einhverjum til að brosa þann daginn, með orðum eða athöfnum. 34 Hamingja Hamingja Hlátur Góður dagur Takk Hlusta Bros

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=