Geðorðin 10 - Lagt í vörðuna

LEIKIR LÖGREGLULEIKUR Markmið: Styrkja sjálfsmynd þess sem er lýst, þar sem aðeins eru notuð já- kvæð lýsingarorð. Gögn: Engin. Framkvæmd: Tveir nemendur eru valdir úr hópnum. Annar leikur lögreglu- mann og hinn einhvern sem hefur týnt vini sínum. Sá sem hefur týnt vini sínum velur einn úr nemendahópnum sem sinn vin og lýsir honum fyrir lög- reglumanninum en aðeins með jákvæðum orðum, þar sem um góðan vin er að ræða. Lögreglumaður hefur þrjú tækifæri til að reyna að finna út hver vinurinn er. Ef illa gengur má hann kalla fleiri lögreglumenn til aðstoðar úr hópnum. Heimild: Guðrún Pétursdóttir, 2003. JÁ OG NEI LEIKURINN Markmið: Skerpa athygli, örva sjálfstæði og efla hópkennd. Gögn: Engin. Framkvæmd: Þátttakendur sitja í hring. Leikurinn gengur út á það að láta orðin já og nei ganga. Jáið gengur réttsælis en neiið rangsælis og hefst leikurinn þannig að einn segir já og lítur síðan á næsta mann sem segir já o.s.frv. Til þess að láta jáið snúa við verður sá er næst á að segja orðið að þegja og sá sem situr næst honum á hægri hönd verður þá að vera fljótur að átta sig og segja nei. Neiið snýr ekki við fyrr en einhver þagnar og sá er situr honum þá á vinstri hönd verður þá að vera fljótur að átta sig og segja já o.s.frv. Það hefur reynst vel að tilkynna í upphafi að hver þátttakandi megi bara þagna tvisvar sinnum, svo að orðin festist ekki á einum stað, þ.e.a.s. að það séu alltaf sömu aðilar sem þagna. Heimild: Leikjavefurinn, á.á. BAUNAUMRÆÐUR Markmið: Örva sjálfstæði og efla hópkennd. Gögn: Baunir eða annað smádót og skál. Framkvæmd: Nemendur sitja í hring og hver nemandi fær 2–3 baunir. Í miðjum hringnum er tóm skál. Nemendum er gefið eitthvert jákvætt um- ræðuefni til að ræða um. Í hvert skipti sem nemandi hefur tekið til máls, þarf hann að setja eina baun í skálina. Þegar viðkomandi hefur klárað allar baunirnar má hann ekki taka oftar til máls. Heimild: Guðrún Pétursdóttir, 2003. 33

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=