Geðorðin 10 - Lagt í vörðuna

TÖKUM ÁBYRGÐ Á EIGIN LÍÐAN • Áhyggjur, kvíði, leiði og streita leitar á alla á einhverjum tímapunkti í lífinu en það líður oftast fljótt hjá. Oft er hægt að stjórna því hvernig okkur líður. • Kenna þarf einstaklingum að takast á við kvíða, leiða og reiði. Þessar til- finningar hafa tilgang, sem er að brynja einstaklinginn og gera honum kleift að takast á við þær og eyða neikvæðum tilfinningum. Það er eðli- legt að vilja forðast neikvæðar tilfinningar og foreldrum er gjarnt að vernda börn sín fyrir þeim en börnunum er nauðsynlegt að læra að horfast í augu við þær til þess að geta unnið úr þeim (Seligman, 1995). • Mikilvægt er að taka ábyrgð á eigin líðan með því t.d. að sofa vel, borða hollan mat og hreyfa sig reglulega. Stunda íþróttir og tómstundir og eiga gæðastundir með fjölskyldu og vinum. • Uppbrot – Ræðið saman tvö og tvo um: Hvað gerir þig hamingjusama/n? FLEIRI UMRÆÐUPUNKTAR • Jákvæð sýn á lífið er undirstaða vellíðunar. • Gleði gefur af sér jákvæða hugsun. Sorg gefur af sér sorglega hugsun. • Að tileinka sér jákvæðar og góðar hugsanir eykur vellíðan. • Jákvæðni gagnvart lífinu hjálpar til við að takast á við vandamál. • Mismunandi hugsanir gefa af sér ólíkar tilfinningar. • Hægt að hafa stjórn á tilfinningum sem koma upp í vanlíðan. • Jákvætt viðhorf hefur áhrif á sjálfsmynd og sjálfsviðurkenningu. • Af góðum hug koma góð verk. • Andleg vanlíðan getur orsakað líkamlega vanlíðan, hraðan hjartslátt, magaverk, höfuðverk, andþyngsli o.s.frv. DÆMI UM SETNINGAR Í GEÐORÐABÓK • Vertu ánægð(ur) með það sem þú hefur. • Hugsaðu „Ég get þetta“. • Vertu tilbúin(n) að sættast. • Hugsaðu jákvætt. • Jákvæðni auðveldar hvaðeina. • Vertu glaður/glöð. • Þeim líður betur sem eru jákvæðir. • Heimurinn verður bjartari. • Lífið verður skemmtilegra. • Allt gengur betur. • Lífið verður auðveldara. • Vertu hamingjusamur/söm. • Gæs • G – get • Æ – ætla • S – skal 32

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=