Geðorðin 10 - Lagt í vörðuna

KENNSLUSTUND 1 JÁKVÆÐIR LÍTA Á GLASIÐ HÁLF FULLT EN NEIKVÆÐIR HÁLFTÓMT • Kennarinn sýnir nemendum hálft glas af vatni og spyr hvort glasið sé hálffullt eða hálftómt. Talað er um að þeir einstaklingar sem sjá glasið hálffullt horfi á hlutina með jákvæðum augum á meðan þeir sem sjá glasið hálf tómt séu neikvæðir. Hægt er að hjálpa nei- kvæðum hugsunum að víkja fyrir þeim jákvæðu, með því að leggja áherslu á að vera vongóður, bjartsýnn og þakklátur. • Nemendur gætu t.d. unnið saman í pörum og rætt um hvernig hægt er að sjá ákveðin atriði með jákvæðu hugarfari í staðinn fyrir nei- kvæðu. Hvert par fær miða með mynd af tveimur glösum, báðum hálfum (sjá hér til hliðar). Þeir draga miða með fullyrðingum s.s. Í dag er búið að snjóa mikið – báðir nemendur benda á annaðhvort á broskallinn eða fýlukallinn og ræða um hvað getur verið neikvætt og jákvætt við fullyrðinguna. 31

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=