Geðorðin 10 - Lagt í vörðuna

KENNSLUSTUNDIN: Umræðupunktar Kennarar velja eina (eða fleiri) leiðir í innlögn og nota uppbrot eða leiki sem gefnir eru upp. HUGSANIR HAFA ÁHRIF Á LÍÐAN • Koma þarf inn með jákvæðar hugsanir, ekki er nóg að kenna nem- endum að losna við neikvæðar hugsanir og neikvætt ástand þegar þeim líður illa. Neikvæðar hugsanir tengjast oft vanlíðan. Það þarf að kenna nemendum jákvæðar hugsanir og jákvæðar leiðir út úr vanlíðan. Við það að losna við neikvæðar hugsanir, vakna ekki já- kvæðar hugsanir sjálfkrafa. Á bak við hverja hugsun er tilfinning. Samband á milli hugsana og tilfinninga er sterkt og tilfinningar styrkjast því lengur sem einstaklingurinn upplifir þær, er það því hagur einstaklingsins að vinna með jákvæðar tilfinningar. • Uppbrot – Paraviðtöl TEMJA SÉR AÐ HUGSA JÁKVÆTT OG HLÝTT TIL ANNARRA • Við höfum öll eitthvað að þakka fyrir. Hvort sem er náinn ættingi, hlý úlpa í kuldanum, fuglarnir sem syngja eða góða vatnið okkar. Mikilvægt er að koma inn með jákvæðar hugsanir er varða að- stæður, fjölskyldu, vini, umhverfi, heimili, skóla o.fl ., frekar en að sjá og hugsa það neikvæða. Hvetja þarf nemendur til að skilja aðra og vera jákvæð/ur þegar ágreiningsefni koma upp. Það að vera að eðlisfari vongóð/ur, bjartsýn/n og hafa tök á væntingum sínum til lífsins hefur áhrif á vellíðan einstaklingsins. Það er ekki bara hvernig einstaklingurinn er, heldur hvernig hann hugsar, sem hefur áhrif á vellíðan hans (Diener, Lucas og Oishi, 2005). GEÐORÐ 1 – HUGSAÐU JÁKVÆTT, ÞAÐ ER LÉTTARA KENNSLUSTUND 3 AÐFERÐ Innlögn, verkefnavinna, leikur eða uppbrot. UNDIRBÚNINGUR OG EFNI Blað eða bók, skriffæri, litir og tafla/flettitafla. Efni fyrir leiki eða uppbrot. HEIMAVINNA Hugsa um annað geðorðið: Hlúðu að því sem þér þykir vænt um. Koma með dagbók og penna í kassann. 30

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=