Geðorðin 10 - Lagt í vörðuna

Til að búa til geðræktarkassa koma nemendur með kassa að heiman eða kennari útvegar kassa (t.d. skókassa) og efni til skreytingar. Gott er að hafa aukakassa og efni fyrir þá sem þess þurfa. Ef nemendur vilja geta þeir komið með tilbúna kassa að heiman sem þeim þykir vænt um eða hafa einhverja merkingu fyrir þá. Ef til vill mætti biðja mynd- menntakennara eða smíðakennara að leggja lið við kassagerðina. Kass- arnir verða persónulegri þegar nemendur vinna þá eftir sínu höfði. Í lok tímans er fyrsta geðorðið kynnt og nemendur hvattir til að hugsa um það heima og tala um það við foreldra sína. GEÐORÐIN 10 – LAGT Í VÖRÐUNA Með verkefninu er verið að byggja upp traustan grunn að geðheil- brigði nemenda til framtíðar. Því er táknrænt að hver og einn nemandi fái stein fyrir hvert geðorð og byggi sína eigin vörðu eða safna í krukku eða nemendur búi til sameiginlega vörðu. Með því að leggja stein í vörðu sína eru þau að minna sig á geðorðin 10 og vonandi í leiðinni að byggja sig upp. KASSINN UNNINN KENNSLUSTUND 2 AÐFERÐ Verkefnavinna við kassann. UNDIRBÚNINGUR OG EFNI Kassar og skreytingarefni. Dagbækur og skriffæri HEIMAVINNA Hugsa um fyrsta geðorðið: Hugsaðu jákvætt, það er léttara. 28

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=