Geðorðin 10 - Lagt í vörðuna

KENNSLUSTUND 1 27 GEÐORÐIN 10 Rætt um tilfinningar og farið yfir hvað orðið geð þýðir. Nemendur eru fræddir um þýðingu andlegrar heilsu og mikilvægi hennar. Leggja þarf grunn að skilningi nemenda á orðinu geð og útskýra fyrir þeim að það er skap eða hugur. Farið er yfir geðorðin 10, hvert fyrir sig. 1. Hugsaðu jákvætt, það er léttara. 2. Hlúðu að því sem þér þykir vænt um. 3. Haltu áfram að læra svo lengi sem þú lifir. 4. Lærðu af mistökum þínum. 5. Hreyfðu þig daglega, það léttir lundina. 6. Flæktu ekki líf þitt að óþörfu. 7. Reyndu að skilja og hvetja aðra í kringum þig. 8. Gefstu ekki upp, velgengni í lífinu er langhlaup. 9. Finndu og ræktaðu hæfileika þína. 10. Settu þér markmið og láttu drauma þína rætast. Embætti landlæknis, 2012 Nemendur eru hvattir til að lesa geðorðin og hugsa um boðskap hvers geðorðs. Setja má veggspjöld með geðorðunum 10 upp á vegg til áhersluauka og/eða senda foreldrum netslóð á geðorðin 10. Leggja þarf áherslu á að nemendur ræði geðorðin heima. Nemendum er sagt frá því að þeir muni vinna eigin geðorðabók í næstu tímum, þar sem hvert geðorð fær sína opnu. Nemendur skrifa niður við- komandi geðorð og skrifa það sem þeim dettur í hug um það. Síðan skreyta þeir blaðsíðurnar að vild og skrifa jafnvel ljóð, sögu eða vanga- veltur sem þeim dettur í hug. Þegar inntak hvers geðorðs er tekið fyrir í kennslustundum og hugflæði nemenda hefst er gott að skrifa bæði geðorðið og hugmyndir nem- enda upp á töflu (hægt er að fá einn til tvo nemendur til að skrifa hug- myndirnar upp á töflu).

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=