Geðorðin 10 - Lagt í vörðuna

KENNSLUSTUND 1 AÐFERÐ Innlögn, verkefnavinna. UNDIRBÚNINGUR OG EFNI Útprentun á geðorðunum 10 og veggspjaldi. Foreldrabréf heim. ORÐSKÝRING Geð: skap eða hugur HEIMAVINNA Finna kassa og skreytingarefni. Ræða geðorðin við foreldra. 26 Kennsluefnið Geðorðin 10 – Lagt í vörðuna kynnt fyrir nemendum og farið yfir skipulag námsins. Nemendum sagt frá hvernig farið verður yfir geðorðin 10 og að unninn verði geðræktarkassi. Byrjað er á að lesa söguna um tilurð geðræktar- kassans. Farið er yfir boðskap sögunnar og velt fyrir sér hver tilgangur móður- innar var með að gefa börnunum kassann, bæði fyrir þau og hana sjálfa (sjá nánari umfjöllun um geðræktarkassann bls. 18). Sagan segir frá fjöl- skyldu sem lenti í hremmingum. Þetta var um 1900, fjölskyldan bjó í litlu húsi við sjóinn og pabbinn dró að fisk í soðið. Börnin voru tíu. Langt fyrir aldur fram deyr pabb- inn svo mamman stendur ein uppi með tíu börn. Hún gat engan veginn alið önn fyrir þessum stóra barnahópi svo hún varð að láta frá sér átta elstu börnin. Í þá daga voru engir sjóðir né sameiginlegar tryggingar til að leita í svo hún var upp á góðsemi nærsveitarmanna komin. Sorgin við föðurmissinn var sannarlega næg en börnin misstu líka móður sína og hvert annað. Þau tvístruðust milli bónda- bæja. Móðirin þurfti því að finna ráð til að hjálpa börnunum að halda voninni og útbjó lítið skrín handa hverju þeirra. Í það setti hún hluti sem voru þeim kærir og efnisbút úr flík sem hún notaði mikið. Þegar hún kvaddi þau í túnfætinum sagði hún eitthvað á þessa leið: Í hvert skipti sem ykkur líður illa og saknið okkar skulið þið fara út undir fjós- vegg eða eitthvert sem þið getið verið ein og ótrufluð. Þar takið þið hlutina upp úr skríninu til að minna ykkur á góðu stundirnar sem við höfum átt þegar við vorum öll saman. Skrínið á einnig að minna ykkur á að ég mun koma aftur og sækja ykkur. Það liðu mörg ár áður en fjölskyldan sameinaðist á ný, en það tókst (Elín Ebba Ásmundsdóttir, 2005). Gott er að sýna nemendum tilbúinn geðræktarkassa (ef hann er fyrir hendi) svo þeir fái hugmyndir. Farið er yfir tilgang hlutanna sem geð- ræktarkassinn kemur til með að geyma og rætt um það hvernig hlutirnir og kassinn geta hjálpað til við ýmsar tilfinningar; sorg, reiði, gleði o.s.frv. Hægt er að nefna kassann öðru heiti en geðræktarkassa, til dæmis vel- líðunarkassa, minningakassa eða gleðikassa. Það komi þó skýrt fram að kassinn er hugsaður sem geðræktarkassi. Hér eftir verður notast við geðræktarkassi. KYNNING Á VERKEFNI OG SAGAN UM KASSANN

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=