Geðorðin 10 - Lagt í vörðuna

24 Heimavinna: Lögð er áhersla á heimavinnu nemenda fyrir hverja kennslu- stund. Heimavinnan felst til að mynda í umræðu um hvert geðorð með for- eldrum. Þá eiga nemendur að vinna ýmiskonar verkefni eins og að hrósa eða tjá væntumþykju, skrifa um tilfinningar sínar og hugsanir, styrkleika, drauma, hæfileika og markmið í litlu dagbókina, eða þá bæta hlutum í geð- ræktarkassann og nýta sér hann. Gott er að senda tölvupóst til foreldra og minna á heimavinnuna. Geðorðabókin: Geðorðabókin sem nemendur vinna í kennslustundum getur verið með ýmsu móti. Skemmtilegast er ef nemendur vinna hana sjálfir frá grunni. Keyptar bækur eins og úrklippubækur, minningabækur eða dagbækur koma einnig til greina, allt eftir vali hvers og eins. Við gerð bókarinnar er eitt geðorð unnið í einu þar sem hugflæði nemenda er skrifað í bókina/blað ásamt geðorðinu sem unnið er með í hvert skipti. Nemendur skreyta síðan að vild með myndum, ljóði eða sögu í tengslum við geðorðið. Mikilvægt er að allir nemendur vinni með öll geðorðin svo þeir eigi þau til í geðorðabókinni. Að lokum fer bókin í geðræktarkassann.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=