Geðorðin 10 - Lagt í vörðuna

UPPBYGGING KENNSLUSTUNDA Kennslustundir eru byggðar upp á svipaðan hátt þar sem fjallað er um eitt geðorð hverju sinni. Aðferð: Byrjað er á að lýsa þeirri kennsluaðferð semmælt er með að notuð sé í hverri kennslustund. Innlögn felst í því að kennari leggur inn og ræðir innihald hvers geðorðs og notar umræðupunkta, kveikjur og hugflæði. Hugflæðið frá nemendum er notað til að styðja við og setja inn í geðorða- bók. Með verkefnavinnu er átt við vinnu við geðræktarkassann eða geð- orðabókina. Leikur eða uppbrot er notað til að dýpka skilning nemenda á geðorðinu og brjóta upp kennslu. Undirbúningur og efni: Gefin eru upp þau hjálpartæki sem notuð eru við kennsluna. Notuð er tafla eða flettitafla. Eftir innlögn á geðorði dagsins er hugflæði meðal nemenda um geðorðið, nemendur ræða geðorð dagsins í minni hópum. Síðan eru tillögur þeirra skrifaðar upp á töflu, gjarnan af sjálfboðaliða í nemendahópnum. Hver leikur og uppbrot þurfa sinn undir- búning. Stundum þarf efni í leikinn sem nauðsynlegt er að hafa tilbúið fyrir kennslustundina. Umræðupunktar: Umræðupunktar eru gefnir í stikkorðastíl. Velja má úr tillögunum sem gefnar eru og aðlaga að hverjum nemendahóp. Ekki er nauðsynlegt að taka alla umræðupunkta fyrir, heldur er það matsatriði kennara hverjir henta. Umræðum er ætlað að auðvelda nemendum að skilja merkingu geðorðsins. Þeim má einnig beina að aðstæðum sem upp kunna að koma í skólanum eða samfélaginu. Dæmi um setningar í geðorðabók: Kennari skráir hugflæði nemenda um hvert geðorð upp á töflu. Nemendur skrifa sínar hugmyndir og hug- myndir bekkjarfélaga ef þeir vilja í bókina með viðkomandi geðorði. Gefin eru dæmi um hugflæði nemenda sem kennarar geta notað sér til stuðnings til að fá nemendur til að taka virkari þátt í umræðunum. Uppbrot og leikir: Hugmyndir að leikjum og uppbrotum sem hægt er að nota til að brjóta upp kennsluna og leggja meiri áherslu á skilaboð hvers geðorðs. Mikilvægt er að gefinn sé tími fyrir leik eða uppbrot með hverju geðorði svo nemendur skilji betur boðskap geðorðsins. 23

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=