Geðorðin 10 - Lagt í vörðuna

Hver nemandi hefur litla bók í geðræktarkassanum og skriffæri. Nemendur geta komið með bók að heiman eða skólinn útvegar litla bók eða efni til bókagerðar. Bókina er hægt að nýta á marga vegu. Nemendur geta skrifað í hana um tilfinningar sínar og hugsanir, hæfileika, markmið og leiðir. Auk þess er hægt að skrifa í hana þegar vanlíðan gerir vart við sig og draga þannig úr henni. Að skrifa tilfinningar sínar á blað getur hjálpað nemendum til að uppgötva að allar tilfinningar eru eðlilegar og þekking á þeim er heil- næm og græðandi (Massey, 1998). Bókina má einnig nota sem dagbók eða minningabók, allt eftir því hvað hver nemandi kýs. Viðhalda þarf áhuga nemenda með fjölbreyttri nálgun á viðfangsefninu og þátttöku þeirra sjálfra. Áhuganum er viðhaldið með geð- ræktarkassanum og vinnu þeirra við eigin geðorðabók. Kennslustundirnar eru brotnar upp með leikjum eða öðru sem tengist hverju geðorði fyrir sig. Markmiðið er að boðskapurinn komist betur til skila, auk þess að brjóta upp kennslustundirnar og gera þær meira lifandi og spennandi. Með þessu er hver nemandi virkur þátttakandi, sem er lykilatriði í árangursríkri íhlutun (Lawton-Smith, 2007). Unnið er út frá sömu markmiðum í kennslustundum með öll geðorðin. Í upphafi námsins er orðið geð skilgreint (sjá Geðorð-skilgreiningar á blað- síðu 91) og farið yfir þýðingu þess og andlega líðan og tilfinningar. Fjallað er um mismunandi tilfinningar og að það sé eðlilegt að upplifa bæði já- kvæðar og neikvæðar tilfinningar. Gott er að styðjast við bókina Velgengni og vellíðan: Um geðorðin 10 , eftir Dóru Guðrúnu Guðmundsdóttur (2007), sem er aðgengileg á bókasöfnum. 22

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=