Geðorðin 10 - Lagt í vörðuna

21 KENNSLUTILHÖGUN Í upphafi er gerð tímaáætlun. Æskilegt er að velja samfélagsgreinatíma fyrir innlögn og gott er að hafa fastan tíma í stundatöflunni. Foreldrum er sent upplýsingabréf (Fylgirit 2) þar sem þeir eru upplýstir um markmið og framkvæmd námsins og kennslunnar. Virkja þarf foreldra í vinnuferlinu þar sem nemendur fá heimaverkefni í formi þess að ræða geðorðin heima og vinna ýmis verkefni. Gott er að senda tölvupóst og minna á heimavinnuna, sem foreldrar geta sótt í rafbók á mms.is . Nemendur vinna eigin geðræktarkassa, sem einnig er hægt að nefna vel- líðunarkassa, minningakassa, gleðikassa eða annað. Reynst hefur vel að sýna nemendum tilbúinn geðræktarkassa, til þess að gefa þeim hug- mynd um innihald og tilgang kassans. Hægt er að hugsa vinnu við kassann þannig: ÚTVEGA KASSA OG SKREYTA • Fá kassa úr skóbúð eða koma með kassa að heiman. Einnig væri hægt að fá myndmenntakennara eða smíðakennara í samvinnu þannig að nemendur útbúi sinn kassa í tímum í listgreinum. • Nemendur velja hvað þeir nefna hann s.s. geðræktarkassa, vellíðunarkassa, minningakassa, gleðikassa … • Skólinn býður upp á skreytingarefni og nemendur geta komið með efni að heiman ef svo ber undir Nemendur geta komið með kassa að heiman, sem svipar til skókassa að stærð. Nauðsynlegt er að lok sé á kassanum. Nemendur geta einnig komið með skreytingarefni að vild að heiman. Ekki hafa allir tök á því svo gera þarf ráð fyrir efni í skólanum. Kennari gæti einnig haft samband við skóbúð og óskað eftir gefins kössum til endurvinnslu. Kassana er hægt að mála eða klæða með fallegum pappír. Einstaka nemendur gætu viljað koma með tilbúna kassa að heiman, sem hafa persónulegt gildi fyrir þá. Nem- endur safna í kassann hlutum sem þeir telja að hafi tilfinningalegt gildi fyrir þá og geti aukið vellíðan þeirra. Aðra persónulega hluti geta nem- endur sett í kassann síðar eða þegar heim er komið. Gæta þarf að friðhelgi nemenda og sjá til þess að enginn hafi aðgang að geðræktarkassanum nema eigandinn á meðan kassinn er í skólanum. En senda má kassann heim fljótlega eftir að vinnu við hann er lokið.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=