Geðorðin 10 - Lagt í vörðuna

20 Æskilegt er að vinna kennsluefnið á tíu vikum, eina til tvær kennslustundir á viku. Fjöldi kennslustunda fer eftir umfangi og viðfangsefni hverju sinni. Í upphafi hverrar kennslustundar er innlögn um hvert geðorð þar sem inn- tak geðorðsins er aðalatriðið. Hægt er að nýta sér áhugaverðar frásagnir og upplýsingar af heimasíðu Embættis landlæknis, þar sem greinar eru um geðorðin 10 , sem dýpka þýðingu hvers geðorðs fyrir sig. Farið er hægt af stað í fyrstu kennslustundunum, á meðan nemendur eru að átta sig á vinnu- ferlinu. Síðar er hægt að fara hraðar yfir og taka fleiri en eitt geðorð fyrir í hverri kennslustund. Nemendahópar eru misjafnir, því er hægt að aðlaga kennsluefnið að þörfum hvers hóps, auk þess er hægt að taka efnið fyrir sem þema í afmarkaðan tíma. Nemendur eru fræddir um þýðingu andlegrar heilsu og mikilvægi hennar. Leggja þarf grunn að skilningi nemenda á orðinu geð og útskýra fyrir þeim að það er skap eða hugur. Geðorðin 10 eru notuð til að skapa umræðu um geðheilbrigði. Kveikja þarf áhuga nemenda á viðfangsefninu með því að ræða um geðorðin og hlusta síðan á tillögur nemenda og skrifa upp á töflu. Þær hugmyndir sem koma upp á töflu, skrifa nemendur á blöð/bók (þeir geta valið hvað þeir skrifa á sín blöð/bók). Þannig fá nemendur tengingu við viðfangsefnið út frá eigin reynsluheimi. Nemendur skrifa hvert geðorð fyrir sig á pappír eða í sína bók, orð og setningar um geðorðið og skreyta að lokum. Hvert geðorð á sína opnu, með hugflæði og hugmyndum nem- enda, sem þeir geta skreytt með myndum, ljóðum eða stuttum sögum. Gert er ráð fyrir því að bókin/blöðin fari í geðræktarkassann. Geðræ ktarkassi • stuðla að jákvæðum hugsunum, • kalla á góðar hugsanir eða tilfinningar, • leita í við vanlíðan, • bæta hugarástand. er persónulegur kassi með persónulegum hlutum og munum sem er ætlað að: Í kassanum • uppáhaldsljóð, • ilmur, • persónulegir hlutir sem vekja vellíðan, eins og mjúkdýr, minjagripur, klútur o.fl ., • persónuleg bréf eða sögur, • myndir af nákomnum og stöðum sem vekja upp góðar minningar, • dagbók og penni/blýantur til að skrifa jákvæðar hugsanir. gætu verið hlutir svo sem:

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=