Geðorðin 10 - Lagt í vörðuna

KENNSLUEFNIÐ GEÐORÐIN 10 – LAGT Í VÖRÐUNA Í kennsluefninu Geðorðin 10 – Lagt í vörðuna er lögð áhersla á virka þátt- töku nemenda í verkefnavinnu þar sem byggt er á þeirra hugmyndum og úrlausnum. Efnið miðar að því að efla andlega heilsu nemenda og gera þá meðvitaða um eigin geðheilsu og mikilvægi góðrar geðheilsu almennt. MARKMIÐ Markmið kennsluefnisins Geðorðin 10 – Lagt í vörðuna eru: • Að auka vellíðan (well-being) nemenda. • Að gera nemendur meðvitaðri um andlega líðan sína og annarra. • Að nemendur tileinki sér leiðir til að draga úr vanlíðan. • Að nemendur hafi stjórn á eigin geði/líðan eins og mögulegt er. • Að nemendur læri að það er eðlilegt að líða illa tímabundið. • Að nemendur geri sér grein fyrir mismunandi tilfinningum. • Að efla og styrkja sjálfsmynd nemenda. FRAMKVÆMD Kennari sér um innlögn og stýrir kennslustund og leikjum, ásamt því að út- vega gögn og fylgja vinnu nemenda eftir. Við innlögn þarf kennari að vera vel vakandi fyrir líðan nemenda og grípa inn í ef þörf krefur. Vegna þessa er gott að hafa samstarf við hjúkrunarfræðing, félagsráðgjafa, sálfræðing eða námsráðgjafa. Unnið er út frá geðorðunum 10 og geðræktarkassanum, sem hægt er að kalla geðræktarkassa, vellíðunarkassa, minningakassa eða gleðikassa. Hér eftir verður hann kallaður geðræktarkassi. Geðorðin 10 eru notuð sem grunnur að umræðu, hugflæði og geðorðabók sem nemendur vinna sjálfir í kennslustundum. 19

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=