Geðorðin 10 - Lagt í vörðuna

18 Geðorðin 10má rekja til Héðins Unnsteinssonar, stefnumótunarsérfræðings í heilbrigðisráðuneytinu. Hann átti sér framtíðarsýn í geðheilbrigðismálum og setti sér markmið til að auka ekki bara eigið geðheilbrigði heldur allra Íslendinga. Upphaflega hugmyndin er frá Elínu Ebbu Ásmundsdóttur, for- stöðu iðjuþjálfa geðsviðs LSH og lektors við Háskólann á Akureyri. Hún setti saman tíu ráð sem hún nefndi „Lífsárangur“ og byggði á erlendri rann- sókn á því hvað einkenndi einstaklinga sem lifðu við vellíðan og velgengni. Elín og Héðinn lögðu grunninn að geðorðunum með það að markmiði að kynna geðhugtakið sem eftirsóknarvert og jákvætt en ekki sveipað dulúð, svartsýni og sjúkdómum. Sjálfsvirðing, trú á eigin áhrifamátt og jákvæð hugsun áttu að vera í forgrunni. Í forgang voru settir umhverfis- og per- sónuþættir sem vitað er að hafa áhrif á geðheilsu manna og hægt er að hafa stjórn á. Gefa átti almenningi verkfæri í hendur til að efla eigið geð- heilbrigði og um leið annarra. Mikilvægir þættir, sem vinna átti með, voru sjálfstraust, streitustjórnun, aðlögunarhæfni, góður aðbúnaður, jafnrétti, jafnræði, uppbyggileg samskipti og fordómaleysi. Leitað var eftir rann- sóknum sem tengdust hamingju, vellíðan og velgengni en ekki einkennum og sjúkdómsgreiningum. Þróaði Héðinn þessa hugmynd í geðorðin 10 í samvinnu við Dóru Guðrúnu Guðmundsdóttur (Elín Ebba Ásmundsdóttir, 2005a; Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, 2007). GEÐRÆKTARKASSINN Hugmyndina að geðræktarkassanum á Elín Ebba Ásmundsdóttir en hún þróaði hugmyndina áfram ásamt fleiri einstaklingum sem unnu að geð- ræktarverkefninu Geðrækt. Kassinn er hugsaður sem leið út úr vanlíðan í átt að betri líðan, hann hefur að geyma notalega hluti, sem vekja upp góðar tilfinningar og minningar. Geðræktarkassanum er ætlað að bæta andlega heilsu einstaklinga. Elín telur geðræktarkassa jafn mikilvægan og sjúkrakassa á hverju heimili (Elín Ebba Ásmundsdóttir, 2016; Guðrún Guð- mundsdóttir, 2005). Fyrirmyndin að kassanum eru ráð konu nokkurrar sem missti mann sinn frá tíu börnum þeirra um aldamótin 1900. Hún þurfti að láta frá sér átta elstu börnin. Til að hjálpa þeim að halda voninni og að takast á við sorgina við föðurmissinn og upplausn heimilisins útbjó hún að skilnaði kassa handa hverju og einu þeirra. Í kassana setti hún hluti sem höfðu mikið persónulegt gildi fyrir þau. Í suma kassana setti hún klúta sína, sem báru með sér lykt af henni, og leikföng og annað smálegt. Börnin áttu að nota kassana ef þeim liði illa og draga upp fallegar minningar og minnast um leið loforðs móður þeirra um að fjölskyldan myndi sameinast aftur þótt síðar yrði. Það gekk eftir að lokum. (Elín Ebba Ásmundsdóttir, 2016.)

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=