Geðorðin 10 - Lagt í vörðuna

FORSAGA GEÐORÐIN 10 – LAGT Í VÖRÐUNA Kennsluefnið Geðorðin 10 – Lagt í vörðuna miðar að því að efla geð- heilsu nemenda og hjálpa þeim að skilja mikilvægi góðrar geðheilsu. Til- gangurinn er að gera nemendur meðvitaða ummismunandi tilfinningar og kenna þeim að feta leiðir til að auka vellíðan. Unnið er út frá geðorðunum 10 og geðræktarkassanum. GEÐORÐIN 10 Eins og áður sagði er kennsluefnið byggt á verkefninu „Geðrækt“ sem var á vegum Lýðheilsustöðvar (nú Embætti landlæknis). Geðorðin 10 eru tíu setningar sem minna á hvað við getum sjálf gert daglega til að efla og bæta geðheilsuna. Geðorðin eru byggð á lýsingu á eiginleikum sem taldir eru einkenna þá sem búa við velgengni í lífinu. Þeir sem tileinka sér að lifa í samræmi við boðskap geðorðanna eru líklegri til að búa við hamingju og velferð í sínu lífi. Geðorð geðræktar eru byggð á því sem einkennir farsælt fólk eða fólk sem gengur vel í lífinu og líður vel (Elín Ebba Ásmundsdóttir, 2005a). 15

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=