Geðorðin 10 - Lagt í vörðuna

14 AÐKOMA FAGAÐILA Mikilvægt er að forvarnir meðal ungmenna sem eru að mótast andlega og líkamlega séu unnar á þverfaglegan hátt af fagfólki sem starfar með börnum og unglingum (Kristján Már Magnússon, 2004). Ef vitað er um við- kvæma einstaklinga eða upp koma ákveðnar aðstæður sem kalla á sér- þekkingu, er hægt að óska eftir aðkomu skólahjúkrunarfræðings, félags- ráðgjafa eða námsráðgjafa ef þeir starfa við skólann og/eða hafa aðkomu að nemendahópnum. Ráðgjafar í geðheilbrigðismálum og skólaráðgjafar telja að forsenda fyrir þróun vitsmunaþroska einstaklings sé að félagslegur og líffræðilegur þroski sé til staðar hjá þeim. Þverfaglegt samstarf fyrrgreindra fagaðila getur aukið lífsgæði ungmenna, með slíkri samvinnu er hægt að opna fyrir samfélagsleg úrræði og ná meiri árangri og auka námsgetu nemenda (Hall og Torres, 2002).

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=