Geðorðin 10 - Lagt í vörðuna
BREYTINGASTIGIÐ Í kennsluefninu Geðorðin10 – Lagt í vörðuna er ekki eingöngu unnið með bekkinn sem heild heldur er markmiðið einnig að nálgast hvern nemanda/ einstakling fyrir sig, fá hann til að vilja breyta líðan sinni til betri vegar og að taka réttar ákvarðanir í átt að góðri andlegri heilsu, ásamt því að kenna honum leiðir til þess. Gengið er út frá þverkenningarlíkaninu TTM (Transtheoretical Model) sem er atferlismótunarlíkan og gengur út á að fá einstaklinginn til að vilja breyta sér og að taka markvissar ákvarðanir (Prochaska, Redding og Evers, 2002). Markmiðið er að fá nemendur til að breyta hegðun sinni gagnvart vanlíðan og leiða þá á breytingastigið (The stages of change). Tilgangurinn með kennsluefninu er að fá nemendur af fyrirstöðustiginu yfir á umhugsunarstigið og síðan á undirbúningsstigið. Vitundarvakning þeirra felst í vitneskjunni um nauðsyn þess að taka skyn- samlega og jákvætt á vanlíðan og auknum skilningi á að aðgerðaleysi er ekki góður kostur. Með því að skapa umræður í kennslustundum um líðan nemenda og hvetja þá til að hugsa jákvætt um tilfinningar og líðan er ætlunin að fá alla nem- endur af fyrirstöðustiginu yfir á umhugsunarstigið með því að kynna fyrir þeim geðorðin 10 og geðræktarkassann. Í framhaldi af því er stefnt að því að koma nemendum á undirbúningsstigið með því að föndra sinn geð- ræktarkassa og sína geðorðabók. Takmarkið er að nemendur komist á að- gerðarstigið þar sem þeir sækja sjálfir í að notfæra sér geðorðin 10 og geðræktarkassann sinn þegar vanlíðan gerir vart við sig eða til að auka vel- líðan. Lokamarkmiðið er að koma nemendum á viðhaldsstigið þar sem þeir hafa tileinkað sér þessa lífsstílsbreytingu sem leið út úr vanlíðan. Endanlegt markmið væri þó alltaf að nemendur kæmust á lokastig breytingarinnar þar sem þeir notuðu þessa aðferð ávallt við slíkar aðstæður. Með þessum for- varnaraðgerðum uppgötva nemendur vonandi áhrifamikinn létti við það að kunna árangursríka leið út úr vanlíðan. Hver nemandi þarf að ganga í gegnum sjálfsendurmat samhliða vinnu í kennsluefninu og finna út hvernig sjálfsmynd hans fellur að notkun á geðorðunum og/eða geðræktarkass- anum. Með því að kenna nemendum að notfæra sér þessar leiðir út úr van- líðan er verið að nota hvatningarstjórnun til þess að gefa þeim sýnilegan og áþreifanlegan valkost (Prochaska o.fl ., 2002). 13
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=