Geðorðin 10 - Lagt í vörðuna

12 unglingsárum fram á fullorðinsár. Það að vera að eðlisfari vongóður, bjart- sýnn og hafa tök á væntingum sínum til lífsins hefur áhrif á vellíðan ein- staklingsins. Það er ekki bara hvernig einstaklingurinn er, heldur hvernig hann hugsar, sem hefur áhrif á vellíðan hans (Diener, Lucas og Oishi, 2005). FORVARNIR Kennsluefni sem þetta má segja að sé hluti af forvörnum. Fjöldi rannsókna- niðurstaðna sýnir að bernskan er kjörtími gagnvart því að hafa afgerandi áhrif á félagslega og tilfinningalega vellíðan síðar meir. Einnig hefur verið sýnt fram á að forvarnarverkefni í bernsku geta dregið úr algengi geðsjúk- dóma. Það er grundvallaratriði að tekið sé á orsakavaldi sjúkdómsins áður en hann nær sér á strik (McEwan, Waddell og Barker, 2007). Sýnt hefur verið fram á að snemmbær íhlutun og forvarnir hjá börnum og unglingum, sem eru í áhættu að þróa með sér truflun á andlegri líðan, virka vel. Árangursríkar leiðir í forvörnum fela í sér að kenna börnum og unglingum að leysa vandamál sín, læra sjálfsaga og auka hæfni og færni til að sjá um sig sjálf. Auka sjálfstraust þeirra og gefa þeim von (Hall og Torres, 2002). Síðastliðin ár hafa skólar og geðheilbrigðisstofnanir gert sér æ betur grein fyrir mikilvægi forvarna á sviði geðræktar. Í fyrsta stigs forvörnum í geð- ræktarmálum þarf að skapa og/eða hanna verkefni til þess að hjálpa ung- mennum að fóta sig, ef til þess kemur að andleg veikindi gera vart við sig. Fyrsta stigs forvarnir eru fólgnar í því að styrkja og efla færni, sem er þegar til staðar hjá einstaklingnum (Hall og Torres, 2002). Höfundar lögðu áherslu á þessa nálgun við vinnslu á geðorðabókinni sem lagt er til að nemendur vinni á námstímanum, (sjá nánar í kaflanum um kennslutilhögun á bls. 21). Þessi nálgun samræmist einnig Evrópusam- starfsverkefnum um heilsueflandi skóla (European Network for Health Promoting Schools, ENHPS), þar sem gert er ráð fyrir að tíu grunnreglum sé fylgt eftir. Þær eru lýðræði, sanngirni, virkjun nemenda til þátttöku, heilsu- eflandi skólaumhverfi, heilsueflandi námskrá/námsefni, þjálfun kennara, árangursmat, samvinna, þátttaka samfélags og varanleiki (Barnekow, Buijis, Clift, Jensen, Paulus, Rivett og Yong, 2006). Að styrkja hæfileika barna og unglinga til að takast á við lífið, að efla sjálfsþekkingu þeirra og kenna þeim jákvæð samskipti, virkar sem áhrifarík forvörn gegn þróun andlegrar van- heilsu meðal þeirra.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=