Geðorðin 10 - Lagt í vörðuna

11 Geðheilsa okkar endurspeglast í því hvernig við metum okkur sjálf, hvaða viðhorf við höfum til lífsins og hvernig samskipti við eigum við fólkið í kringum okkur. Hvernig við bregðumst við álagi, hvernig tengsl okkar eru við annað fólk og hvaða ákvarðanir við tökum segir líka til um hvernig okkur líður. Góð geðheilsa er það að vera sáttur við sjálfan sig og umhverfi sitt, upplifa jafnvægi, öryggi, ánægju í lífi og starfi og hafa getu til að aðlagast breytilegum aðstæðum. Líkt og líkamleg heilsa þróast geðheilsan með aldrinum. Embætti landlæknis HVAÐ ER GEÐHEILSA? VELLÍÐAN Eins og fram hefur komið er eitt af markmiðum kennsluefnisins að nem- endur fái verkfæri til að öðlast vellíðan og jákvætt hugarfar. Vellíðan er hug- tak sem í víðum skilningi felur í sér tilfinningar sem einstaklingurinn upplifir, það er lágt stig neikvæðs hugarástands og hár lífsgæðastuðull. Jákvæð reynsla felur í sér mikla vellíðan enda er hún inntak jákvæðrar sálarfræði og er lífsfyllandi (Diener, Lucas, og Oishi, 2005). Undirstaða góðs lífs ein- kennist af því að einstaklingurinn er sáttur við líf sitt eins og það er. Til að skilja vellíðan er mikilvægt að nemandi geri sér grein fyrir persónu- legum styrkleikum sínum og kostum. Þegar vellíðan tengist styrkleikum og kostum einstaklingsins verður lífið innihaldsríkara. Tilfinningar eru ástand eða augnabliks upplifun, sem þarf ekki að endurspegla persónuleikann því þær eru annaðhvort neikvæðar eða jákvæðar og geta komið fram á mis- munandi tímum og við sérstakar aðstæður. Þau jákvæðu persónueinkenni sem laða fram góðar tilfinningar og vellíðan eru styrkleikar og kostir ein- staklingsins (Seligman, 2002). Góð geðheilsa markast af því að einstaklingurinn sé sáttur við sjálfan sig og umhverfi sitt, að hann upplifi ánægju í lífi og starfi, jafnvægi og öryggi og hann hafi getu til að aðlagast breytilegum aðstæðum. Geðheilsan, eins og líkamlega heilsan, er mikilvæg á öllum æviskeiðum, allt frá bernsku og

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=