Geðorðin 10 - Lagt í vörðuna

Menntagildi samfélagsgreina felst meðal annars í því að hjálpa hverjum nemanda til að eiga innihaldrík samskipti við aðra; til þess þarf hann fyrst að átta sig á sjálfum sér og gera sér grein fyrir hvernig hann sér sjálfan sig í eigin hugarheimi. Síðan getur hann myndað tengsl við aðra sem byggir á eigin reynsluheimi og reynslu úr eigin félagsheimi með þeim gildum og reglum sem þar ríkja (Aðalnámskrá grunnskóla: Almennur hluti 2011 – greinasvið 2013, 2013). Í geðræktarverkefninu Geðorðin 10 – Lagt í vörðuna er unnið út frá lykil- hæfniviðmiðum í tjáningu og miðlun þar sem nemandanum er ætlað að öðlast færni í að tjá hugsanir sínar; tilfinningar (Fylgirit 1) og skoðanir á skipulegan hátt, hlusta eftir rökum og upplýsingum í samræðum og byggt upp röksemdafærslu og tekið tillit til ólíkra sjónarmiða. Auk þess að nemandinn geti miðlað af þekkingu sinni og leikni, skoðunum, hugsunum og tilfinningum á þann hátt sem er viðeigandi. Auk þess er unnið út frá lykilhæfni um ábyrgð og mat á eigin námi, þar sem nemandinn gerir sér grein fyrir styrkleikum sínum og hvernig hann getur nýtt sér þá í námi sínu. Hvernig hann skipuleggur eigið nám og setur sér námsmarkmið (Aðal- námskrá grunnskóla: Almennur hluti 2011 – greinasvið 2013, 2013). Íhlutanir eða inngrip í lífsleiknikennslu í skólum getur hjálpað börnum að vernda og efla eigin heilsu og vellíðan (Weisen og Orley, 1996). Íhlutanir sem auka vellíðan eru ekki einungis mikilvægar vegna þess „að það er gott að líða vel“ heldur geta þær einnig stuðlað að því að gera einstaklinga hamingjusamari og virkari í lífinu, ásamt því að gefa þeim meiri starfsgleði og eftirsóknarverðari lífsviðhorf (Diener, Lucas og Oishi, 2005). 10

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=