Galdraskólinn

53 V i l t u v i t a m e i r a ? V i l t u v i t a m e i r a ? Læknar og sjúkrahús voru ekki á hverju strái fyrr á öldum. Því var mikilvægt að þekkja jurtir sem gátu komið að gagni þegar fólk varð veikt. Sumar þessar jurtir hafa nú verið notaðar til þess að búa til lyf. Til eru sögur um gagnlega galdrasteina og hvernig má finna þá. Hulinhjálmssteinn getur gert fólk ósýnilegt, lausnarsteinn hjálpar konum að fæða börn, sögusteinn getur hvíslað öllu því sem maður vill vita og lífsteinn hefur mikinn lækningarmátt. Mjög erfitt er að finna slíka steina. Náttúrusteinar Lækningajurtir Sá sem var með eyrnabólgu átti að leggja marða baldursbrá upp við eyrað á sér. Til að lækna magaverk átti að drekka seyði úr skessujurt . Ef einhver var með blæðandi sár átti að mylja vallhumal ofan í sárið.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=