Galdraskólinn

48 V i l t u v i t a m e i r a ? V i l t u v i t a m e i r a ? V Til eru margar sögur af íslenskum nornum og galdrakörlum. Einn sá frægasti er Sæmundur fróði, sem var prestur. Sæmundur fór í skóla í útlöndum og þegar hann kom heim kunni hann margt sem enginn annar á Íslandi kunni. Margir töldu því að hann hefði lært galdra í skólanum. Ein þekktasta sagan af Sæmundi segir frá því þegar hann þurfti að komast til Íslands með hraði eftir námið. Sæmundur kallaði þá á djöfulinn sjálfan og sagði að ef kölski gæti synt með hann á bak- inu til Íslands án þess að föt hans blotnuðu þá mætti hann taka sig með sér niður til helvítis. Sæmundur fróði

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=