Galdraskólinn

46 – Þú getur kennt hinum krökkunum, sagði Katja og ýfði á honum hárið Ég er viss um að Halla eða Kolbeinn eru til í það Kolbeinn var nefnilega enn á Saurbæ Katja hélt fyrst að hann yrði rekinn Hún hélt að Gudda myndi þurrka út minningar hans um að galdrar væru til og senda hann heim En Sæmundur hafði sagt, djúpri röddu, að þannig væru hlutirnir ekki gerðir á Saurbæ – Við brennum engan á báli fyrir ein mistök, Katja Þú ætlar heim Við viljum ekki missa Kolbein líka En trúðu mér, hann á eftir að vera mikið í fjósinu næstu vikur að hugsa sinn gang Katja lokaði töskunni og stóð upp Hún var alveg viss um að þetta yrði allt í lagi hjá Kolbeini Hann var ágætur Og hún var líka viss um að þetta yrði allt í lagi hjá sér

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=