Galdraskólinn

45 – Ég veit að ég þarf ekki að fara. En ég er líka búin að fatta að ég þarf ekki að vera. Loftur horfði spyrjandi á hana. Katja reyndi að útskýra betur. – Ég er búin að fatta að þó að ég geti galdrað smávegis þá er samt margt annað sem er hægt að gera. Og það er allt í lagi að vilja gera eitthvað annað frekar. Það er ekkert ómerkilegt. Þó að ég hafi einu sinni haldið að galdrar væru það merkilegasta af öllu. – Ertu þá að gefast upp? spurði Loftur. Katja hló. – Nei. Ég er bara að velja það sem mér finnst frábært en ekki það sem einhverjum öðrum finnst frábært. Og það er allt í lagi. Hún fann þegar hún sagði það að þetta var satt. – Hver á að spila við mig fótbolta? spurði Loftur og hallaði undir flatt. Af hverju ætlar Katja að fara heim?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=