Galdraskólinn

37 Hún reyndi að hugsa skýrt og ákveða hvað hún ætti að gera Kolbeinn var nú meiri bjáninn! Katja gat ekki kallað í uppfræðara, Kolbeinn yrði rekinn úr skólanum Hún varð að stoppa hann sjálf – Farðu aftur upp í rúm, hvíslaði hún að Lofti Ég bjarga þessu Katja stökk í stígvél og æddi út í myrkrið á náttfötunum Hún skimaði í kringum sig Allt var með kyrrum kjörum Fótboltinn hennar lá yfirgefinn í kirkjugarðinum, fjörulallinn var að snuðra við bæjarlækinn og fjósið var tómt Sækýrnar komu bara inn í vondu veðri En það var ljós í kirkjunni Katja fann stein myndast í maganum á sér Hún tók til fótanna og tók varlega í húninn … Kirkjan var læst Hvað átti hún nú að gera? Hún horfði skelfingu lostin í kringum sig Svo mundi hún! Hvernig ætli Kötju líði?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=