Galdraskólinn
29 – Langa, langa, langa, langamma mín fæddist í þessum dal Hún var norn, sagði Gudda Katja kinkaði kolli – Með hverri kynslóð síðan hefur blóðið frá henni blandast við blóð afkomendanna Í mér eru bara örfáir blóðdropar frá henni Það er ekki erfðafræðin sem tengir mig við hana Það eru fjöllin Það er bæjarlækurinn Það eru rúnirnar Gudda baðaði út handleggjunum – Þessi norn er formóðir mín en vinnukonan sem gekk með henni til grasa, hún er það líka, því ég geng í fótspor þeirra beggja hérna á fjallinu, sagði Gudda og hélt áfram – Galdramaðurinn sem var brenndur á bálinu og böðullinn sem kveikti í kestinum, ég tengist þeim báðum Allt þetta fólk er fortíðin sem mótar okkur Og þú átt jafnmikið í henni og ég Hvað eru afkomendur ?
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=