Galdraskólinn

27 Katja var nýbúin að læra það í grasafræði að fjögralaufa smárar gætu opnað alla lása ef maður bæri þá í silkiþræði um hálsinn Það hljómaði gagnlegt Hún settist niður og renndi fingrunum í gegnum þéttan smárabrúskinn Hún hafði oft leitað að fjögralaufa smárum með vinkonum sínum Það boðaði nefnilega heppni ef maður fyndi einn slíkan Hún sá bara þriggjalaufa smára núna Allt í einu hrökk Katja í kút Klöppin sem þau sátu undir var lifandi! Það var andlit í henni sem hreyfðist Tröll! Hún skimaði í kringum sig eftir flóttaleið Hvaða gagn var að fjögralaufa smára?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=