Gagga og Ari

Til kennara og foreldra! Bæði kennarar og foreldrar vita hversu stórt bil getur verið milli áhugasviðs og þroska 6–9 ára nemanda og textans sem hann er fær um að lesa. Smábókaflokkur Menntamálastofnunar er tilraun til að brúa þetta bil. Reynt er að höfða til ólíkra áhugasviða barna með texta sem er innihaldsríkur þrátt fyrir einfalda framsetningu. Bækurnar eru ríkulega myndskreyttar og lögð áhersla á að þær höfði bæði til tilfinninga og rökhugsunar og ekki síst til kímnigáfu lesenda. Smábókaflokknum fylgja ekki vinnubækur. Á vefsíðu Menntamálastofnunar eru kennsluhugmyndir eftir Ragnheiði Gestsdóttur sem gilda fyrir Smábækurnar. Þar eru sett fram dæmi um verkefni sem tengjast efni hverrar bókar fyrir sig. Verkefnin henta fyrir einstaklingsvinnu og hópvinnu, málfræði, ritun, myndvinnslu og munnlega tjáningu. Hér á eftir eru nokkur dæmi um verkefni með Göggu og Ara sem finna má á vefsíðunni. Umræður heima og í skólanum Góður ásetningur . Gagga og Ari ætluðu að hætta að borða gotterí en gleymdu svo góðum ásetningi. Þekkið þið að erfitt getur verið að standa við góð áform? Þakklæti . Hvað höfum við til að vera þakklát fyrir? Getur þakklæti breytt því hvernig við hegðum okkur? Ábyrgð . Gagga og Ari komast að því að þau þurfa sjálf að reyna að skilja hvað er gott og hvað er slæmt. Getum við alltaf látið aðra segja okkur hvað er skynsamlegt og hvað ekki? Orð í sögunni sem þarf að skýra Sólgin, líst ekki á blikuna, vilja ólm fá, þref, lygnir aftur augunum, afþakka, iða, mæna, fyrir vikið. Búa til bók Bók um hollan mat og óhollan . Klippa myndir út úr auglýsingablöðum og flokka. Gæludýrabókin . Myndir af gæludýrum, nöfn þeirra og e.t.v. frásagnir af þeim skrásettar. Bókin um það sem við erum þakklát fyrir Myndvinnsla Samklippiverkefni, myndir klipptar úr blöðum og límdar þétt á bakgrunn. Sælgæti, hollur og óhollur matur, það sem við erum þakklát fyrir o.fl .

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=