Gagga og Ari

23 – Mamma og pabbi eru góð að gefa okkur kanínu en þau eiga ekki að þurfa að gera það til þess að við hættum að hugsa um gotterí, segir hún hugsandi. – Verða þau leið ef við kaupum gotterí? spyr Ari og klórar sér í hausnum. – Já, en þau verða mjög glöð ef við pössum sjálf að borða ekki gotterí, svarar Gagga. – Ég vil ekki að þau verði leið, segir Ari. – Þá skulum við bara gæta okkar sjálf og borða hollan mat, segir Gagga sæl og roggin. – Það gerir gamla fólkið eins og mamma og pabbi, segir Ari og ljómar upp. Honum þykir systir sín svo gáfuð og góð að hann kyssir hana á kinnina. Börnin fara inn og borða sig södd af brauði og skyri. Þau borða mikið og njóta hvers bita. Hvernig geta Gagga og Ari gætt sín sjálf?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=