Fúsi fer í sund

Fúsi fer í sund

Fúsi fer í sund ISBN 978-9979-0-2770-6 © Kristín Þórunn Kristinsdóttir © teikningar Arnar Þór Kristjánsson Ritstjóri: Elín Lilja Jónasdóttir Málfarslestur: Ingólfur Steinsson 1. útgáfa 2024 Menntamálastofnun Kópavogi Leturgerð meginmáls: Avenir Roman 16/18 pkt. Hönnun og umbrot: Menntamálastofnun Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf. – umhverfisvottuð prentsmiðja Til kennara og foreldra Áður en textinn er lesinn Kveikið áhuga barnsins á efninu með því að fletta bókinni, skoða myndir og ræða um það sem gæti verið að gerast. Á titilsíðu eru orð ásamt myndum sem gott er að barnið æfi sig í að lesa áður en byrjað er á sögunni. Á meðan lesið er Látið barnið lesa æfingaorð á spássíu áður en glímt er við textann. Neðst á hverri síðu eru spurningar um efni sögunnar þar sem reynir á skilning og ályktunarhæfni. Ræðið við barnið um efnið eftir hverja síðu og fáið það til að velta því fyrir sér hvað muni gerast næst. Eftir lestur textans Fáið barnið til að segja frá söguþræðinum og draga fram aðalatriði. Ræðið við barnið um upplifun þess á sögunni, t.d. hvað var skemmtilegt, fyndið eða mest spennandi. Rifja má upp nýju orðin í textanum og skoða einnig orð sem ríma, löng orð, skrýtin orð eða orð sem merkja það sama. 1 2 3 4 5 Þessi bók er í 5. flokki samkvæmt þyngdarflokkun Menntamálastofnunar. 1 2 3 4 5 Þessi bók er í 4. flokki samkvæmt þyngdarflokkun Menntamálastofnunar. 1 2 3 4 5 Þessi bók er í 3. flokki samkvæmt þyngdarflokkun Menntamálastofnunar. 1 2 3 4 5 Þessi bók er í 2. flokki samkvæmt þyngdarflokkun Menntamálastofnunar. Þessi bók er í 1. flokki samkvæmt þyngdarflokkun Menntamálastofnunar.

s u n d - g l e r - a u g u sundgleraugu r e n n i - b r a u t rennibraut s t ö k k - b r e t t i stökkbretti l o f t - b ó l u r loftbólur Fúsi fer í sund Kristín Þórunn Kristinsdóttir Myndhöfundur er Arnar Þór Kristjánsson

2 1 Það er sól og gott veður. Fúsi fíll og Mía vilja fara í sund. En fyrst fer Fúsi í búðina. Hann kaupir kúta og sundgleraugu. Loks kemur Fúsi út úr búðinni. Mía gapir, vá! Fúsi er með sundgleraugu og marga kúta! Af hverju vill Fúsi fara í búðina? Af hverju er Mía hissa þegar Fúsi kemur úr búðinni? f y r s t fyrst s u n d - g l e r - a u g u sundgleraugu

3

Fúsi og Mía eru spennt að fara í sund. Þau labba af stað. Fúsi labbar hægt. Hann er með svo marga kúta! Allt í einu dettur Fúsi. Hann rúllar niður gangstéttina. Rúllar og rúllar. Fúsi hlær og hlær. En Mía hefur áhyggjur. − Þetta getur ekki endað vel, hugsar hún. Af hverju labbar Fúsi hægt? Hvað heldur þú að gerist næst? 4 s p e n n t spennt g a n g - s t é t t i n a gangstéttina h l æ r hlær

5

Fúsi rúllar yfir götuna. Bíll kemur á fleygiferð og rétt nær að bremsa. Hjúkk! Fúsi rúllar að sundlauginni. Hann rúllar inn í runna við innganginn. Fúsi flissar. − Þetta var sko gaman! − Úff, segir Mía, þú hefðir getað orðið fyrir bíl! Hvað hefði getað gerst þegar Fúsi rúllaði yfir götuna? Hvar staðnæmdist Fúsi? 6 f l e y g i - f e r ð fleygiferð f l i s s a r flissar s u n d - l a u g i n n i sundlauginni

7

8 Hvers vegna má ekki hlaupa við sundlaugar? h l e y p u r hleypur s p e n n t u r spenntur s k v e t t i s t skvettist 2 Fúsi og Mía klæða sig í sundfötin. Fúsi er mjög spenntur. Svo spenntur að hann hleypur af stað! − Nei, Fúsi! Það má ekki hlaupa, æpir Mía. Fúsi rennur á rassinn. Hann rennur beint ofan í laugina. Vatnið skvettist út um allt!

9

10 − Förum í djúpu laugina, segir Mía. Mía kann að synda. Fúsi vill líka læra að synda. − Sjáðu Fúsi, segir Mía. Gerðu eins og ég. Mía sýnir sundtökin. Fíllinn gerir eins og Mía. Hann baðar út öllum öngum. En þá gerist nokkuð sem Míu finnst gaman. Hvað vill Fúsi læra? Hvað ætli gerist þegar Fúsi æfir sundtökin? g e r ð u gerðu ö n g u m öngum s u n d - t ö k i n sundtökin

11

Það koma stórar öldur! Fíllinn er mjög stór. Þegar hann syndir með öllum útlimum fer vatnið af stað! Fólkið færist upp og niður. Upp og niður með öldunum! − Vá, þetta er gaman, segir Mía og hlær. Núna erum við í öldulaug. Hvað er útlimur? Af hverju breyttist laugin í öldulaug? f ó l k i ð fólkið ú t - l i m u m útlimum ö l d u - l a u g öldulaug 12

13

14 3 Næst vill Fúsi fara í rennibrautina. Hann rennur mjög hratt. Hann rennur hraðar og hraðar! −Vei vei, æpir Fúsi. Svo lendir hann í lauginni. Vatnið skvettist í allar áttir! Það skvettist vatn á fína konu sem situr í sólstól. Krakkarnir í lauginni flissa. Það er fjör að vera með fíl í sundi. Hvað gerðist þegar Fúsi lenti í lauginni? Hvað ætli konunni finnist um að fá vatnsgusur á sig? r e n n i - b r a u t i n a rennibrautina h r a t t hratt s ó l - s t ó l sólstól

15

Nú fær Fúsi góða hugmynd. − Raninn minn er stökkbretti! segir Fúsi við krakkana. −Jibbí! æpa börnin og príla upp á bakið á Fúsa. Mía hoppar fyrst. Hún hoppar af rananum beint ofan í laugina. Krakkarnir vilja hoppa aftur og aftur. Þetta er svo gaman! h u g - m y n d hugmynd s t ö k k - b r e t t i stökkbretti h o p p a r hoppar 16 Hvaða hugmynd fær Fúsi? Hver hoppar fyrst af rananum?

17

18 4 Nú fara Fúsi og Mía í heita pottinn. − Hér er heitt og notalegt, segir Fúsi og breiðir úr sér. Fína konan er líka í heita pottinum. Hún er fúl á svipinn. Fúsi og Mía eru alsæl. Svo verður Fúsi skrýtinn á svip. Hvernig leið Fúsa og Míu í heita pottinum? Af hverju ætli konan hafi verið fúl? p o t t i n n pottinn h e i t t heitt a l - s æ l alsæl

19

Allt í einu koma loftbólur. Loftbólur eins og í nuddpotti. Fína konan er sæl á svip. Hún heldur að hún sé í nuddpotti. En þetta er ekki nuddpottur! Hvað er að gerast? Svo kemur vond lykt. Mjög vond lykt. Fúsi verður vandræðalegur. Mía grettir sig og tekur um nef sitt. − Fúsi þó! Af hverju ætli Fúsi hafi orðið vandræðalegur? Hvað heldur þú að gerist næst? 20 l o f t - b ó l u r loftbólur v a n d - r æ ð a - l e g u r vandræðalegur l y k t lykt

21

22 − Oj, lyktin! segir fína konan og fer úr pottinum í fússi! Mía flissar. Hún veit vel að það var ekkert nudd í pottinum. Hún veit vel að það var bara Fúsi sem prumpaði. − Úbbs! segir Fúsi og síðan skellihlæja þau bæði. Þau hlæja og hlæja. Hvað þýðir að fara í fússi? Af hverju hlæja Fúsi og Mía? f ú s s i fússi p r u m p a ð i prumpaði s k e l l i - h l æ j a skellihlæja

23

24 Fúsi er alsæll eftir sundferðina. Hann og Mía fá sér ís á leiðinni heim. Fúsa finnst ísinn góður. Hann fær sér marga ísa. Fúsi situr í sólinni með fimm íspinna. − Fúsi þó! segir Mía og hlær. Þetta var góður dagur. Hvað gætir þú haldið á mörgum íspinnum? Hvernig er góður dagur hjá þér? s u n d - f e r ð i n a sundferðina í s - p i n n a íspinna

Fúsi fer í sund Fúsi fíll fer með Míu vinkonu sinni í sund. Það er gaman í sundi, sérstaklega með fíl. Raninn verður að stökkbretti og laugin breytist í öldulaug. Af hverju koma allt í einu loftbólur í heita pottinn? Það er sko fjör að vera með fíl í sundi! Höfundur er Kristín Þórunn Kristinsdóttir Myndhöfundur er Arnar Þór Kristjánsson 40688

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=