Fúsi fer í skóla

Fúsi fer í skóla

Fúsi fer í skóla ISBN 978-9979-0-2769-0 © Kristín Þórunn Kristinsdóttir © teikningar Arnar Þór Kristjánsson Ritstjórn: Elín Lilja Jónasdóttir Málfarslestur: Diljá Þorbjargardóttir 1. útgáfa 2024 Menntamálastofnun Kópavogi Leturgerð meginmáls: Avenir Roman 16/18 pkt. Hönnun og umbrot: Menntamálastofnun Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf. – umhverfisvottuð prentsmiðja Til kennara og foreldra Áður en textinn er lesinn Kveikið áhuga barnsins á efninu með því að fletta bókinni, skoða myndir og ræða um það sem gæti verið að gerast. Á titilsíðu eru orð ásamt myndum sem gott er að barnið æfi sig í að lesa áður en byrjað er á sögunni. Á meðan lesið er Látið barnið lesa æfingaorð á spássíu áður en glímt er við textann. Neðst á hverri síðu eru spurningar um efni sögunnar þar sem reynir á skilning og ályktunarhæfni. Ræðið við barnið um efnið eftir hverja síðu og fáið það til að velta því fyrir sér hvað muni gerast næst. Eftir lestur textans Fáið barnið til að segja frá söguþræðinum og draga fram aðalatriði. Ræðið við barnið um upplifun þess á sögunni, t.d. hvað var skemmtilegt, fyndið eða mest spennandi. Rifja má upp nýju orðin í textanum og skoða einnig orð sem ríma, löng orð, skrýtin orð eða orð sem merkja það sama. 1 2 3 4 5 Þessi bók er í 5. flokki samkvæmt þyngdarflokkun Menntamálastofnunar. 1 2 3 4 5 Þessi bók er í 4. flokki samkvæmt þyngdarflokkun Menntamálastofnunar. 1 2 3 4 5 Þessi bók er í 3. flokki samkvæmt þyngdarflokkun Menntamálastofnunar. 1 2 3 4 5 Þessi bók er í 2. flokki samkvæmt þyngdarflokkun Menntamálastofnunar. Þessi bók er í 1. flokki samkvæmt þyngdarflokkun Menntamálastofnunar.

d r i p p l a r dripplar l i s t a - v e r k listaverk n e s t i nesti s n ú - s n ú snúsnú Fúsi fer í skóla Kristín Þórunn Kristinsdóttir Myndhöfundur er Arnar Þór Kristjánsson

2 1 Fúsi og Mía eru vinir. Þau eru góðir vinir. Fúsi og Mía leika saman á hverjum degi. Þau róla, moka í sandinum og fara í feluleik. Það er ekki létt fyrir fíl að finna felustað. Hann er risastór! Hvar felur Fúsi sig? Hvað gæti verið góður felustaður fyrir fíl? h v e r j u m hverjum f e l u - s t a ð felustað r i s a - s t ó r risastór

3

Í dag fer Mía í skólann og getur ekki leikið. Þá er Fúsi dapur. Hann vill ekki vera einn. Allir krakkar fara í skólann í dag. Allir nema hann. En síðan fær Fúsi hugmynd. – Mía, má ég koma með þér í skólann? spyr Fúsi. – Það er góð hugmynd, svarar Mía. Hvers vegna er Fúsi dapur? Hvaða góðu hugmynd fær Fúsi? 4 s k ó l a n n skólann k r a k k a r krakkar h u g - m y n d hugmynd

5

2 Mía og Fúsi fara saman í skólann. Fúsi er svo spenntur. Hann hlammar sér í stól og setur lappir upp á borð. – Fúsi þó! segir Mía og hlær. Það má ekki setja lappir upp á borð. Krakkarnir flissa. Þeim finnst skondið að hafa fíl í skólanum. Hvað gerir Fúsi þegar hann kemur inn í stofuna? Hvað þýðir að eitthvað sé skondið? 6 s p e n n t u r spenntur f l i s s a flissa s k o n d i ð skondið h l a m m a r hlammar

7

8 Getur þú reiknað dæmið hans Fúsa? Hvernig reikningsdæmi finnst þér skemmtilegust? r e i k n a r reiknar s k r i f a r skrifar s t e n d u r stendur f l i n k u r flinkur Nú skrifar kennarinn dæmi. Mía reiknar dæmið. – Ég vil líka reikna, segir Fúsi. Já, þú mátt reikna, segir kennarinn. Fúsi brosir og stendur upp. Hann er flinkur að skrifa með rananum. Hann er líka flinkur að reikna. Vel gert! segir kennarinn. Fúsi brosir út að eyrum.

9

10 Það er komið nesti. Kennarinn les bók á meðan öll börnin borða. Fúsi borðar nestið með bestu lyst. Hann smjattar og dæsir. Hann var orðinn mjög svangur. Nú þarf Fúsi að ropa. Það er ekkert smá rop, það er risa rop! Kennarinn verður að hætta að lesa. Allt þeysist um stofuna! Hvað þýðir að smjatta? Hvað gerist þegar Fúsi ropar? b o r ð a r borðar s v a n g u r svangur v e r ð u r verður s m j a t t a r smjattar

11

3 Nú má fara út að leika. Öll börnin klæða sig í útiföt. Fúsi er svo spenntur að hann hleypur af stað. – Það má ekki hlaupa á ganginum! hrópar Mía. Þú getur dottið! Og einmitt það gerist. Fúsi dettur á rassinn. Hann rennur á ofsahraða eftir ganginum. Af hverju ætli Fúsi sé spenntur? Hvers vegna má ekki hlaupa á ganginum? h l e y p u r hleypur s p e n n t u r spenntur o f s a - h r a ð a ofsahraða 12

13

14 Í útivist er mikið fjör. Sumir eru að róla. Sumir eru í boltaleik. Mía og Fúsi eru í snúsnú. Nú á Fúsi að hoppa. Það þarf að snúa snúsnú - bandinu mjög hátt svo fíllinn geti hoppað. – Vei! Þetta er svo gaman! segir Fúsi. En svo lendir hann á jörðinni. Í hvaða leikjum eru börnin í útivist? Hvað heldur þú að gerist næst? b o l t a - l e i k boltaleik h o p p a hoppa j ö r ð i n n i jörðinni

15

B A N G ! Það nötrar allt! Krakkar hendast upp í loft! – Ha, ha, ha! Þetta finnst þeim gaman. Kennarar eru inni á kaffistofu og kaffið fer út um allt! Úti hlæja allir. En inni á kaffistofu er enginn að hlæja. n ö t r a r nötrar h e n d a s t hendast k a f f i - s t o f u kaffistofu 16 Hvers vegna nötrar jörðin? Af hverju er enginn að hlæja inni á kaffistofu?

17

18 4 Fúsa finnst gaman í myndlist. Hann er að búa til listaverk. Hann málar með gulum, rauðum og bláum lit. Hann reynir að vanda sig og málar upp og niður. Míu finnst þetta afar fínt hjá Fúsa. En kennarinn er ekki ánægð. Það er málning út um alla stofu! Með hvaða litum málar Fúsi? Hvers vegna er myndlistarkennarinn ekki ánægð? m y n d - l i s t myndlist l i s t a - v e r k listaverk m á l n i n g málning

19

Næst er komið að íþróttum. Í dag er körfubolti. Míu finnst gaman í körfubolta. Fúsi hefur aldrei áður spilað körfubolta. Fúsi dripplar boltanum með rananum. Hann er flinkur að drippla. Svo kastar hann boltanum og hittir beint í körfuna. – Jibbí! Fúsi skoraði! Fúsi skorar margar körfur. Honum finnst gaman í körfubolta. Hefur þú prófað að drippla bolta? Hvaða íþrótt finnst þér skemmtileg? 20 k ö r f u - bo l t i körfubolti d r i p p l a r dripplar k a s t a r kastar í þ r ó t t u m íþróttum

21

22 Að lokum er val. Fúsi velur að leika með kubba. Mía og Fúsi byggja kastala. Fúsi er kóngur með kórónu og Mía er riddari. Æ æ, nú þarf fíllinn að hnerra. A T S J Ú ! Kubbarnir fara út um allt. En hvert fór kórónan? Á hausinn á kennaranum! Mía og Fúsi skellihlæja. Kennarinn hlær líka. Hvað byggja Fúsi og Mía úr kubbunum? Hvers vegna hrynur kastalinn? k ó n g u r kóngur h n e r r a hnerra s k e l l i - h l æ j a skellihlæja

23

24 Skólinn er búinn í dag. Öll börnin halda heim á leið. Sum fara upp á bakið á Fúsa. – Þið eruð búin að vera svo góð við mig í allan dag. Ég skal gefa ykkur far heim, segir Fúsi við krakkana. Hann vill sýna það í verki að hann sé þakklátur. – Jibbí! hrópa krakkarnir. Já, það er sko gaman að vera með fíl í skóla. Hvað gerir Fúsi til að þakka krökkunum fyrir góðvildina? Hvernig eru góðir vinir? h r ó p a hrópa þ a k k - l á t u r þakklátur

Fúsi fer í skóla Fúsi fíll fer með Míu vinkonu sinni í skólann. Hann þekkir ekki reglurnar í skólanum og þá er gott að eiga góða vinkonu sem hjálpar. Fúsa finnst gaman að reikna og skrifa en hvað ætli gerist þegar hann þarf allt í einu að ropa? Höfundur er Kristín Þórunn Kristinsdóttir Myndhöfundur er Arnar Þór Kristjánsson 40687

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=