8 FULLORÐNIR MEGA ALDREI MEIÐA | MENNTAMÁLASTOFNUN 2023 | BARNAHEILL | 40343 UNDIRBÚNINGUR Horfðu á teiknimyndina og nýttu þér kennsluleiðbeiningarnar til að undirbúa kennsluna Ef þú horfir á efnið fyrir kennslustundina verður auðveldara að sjá fyrir þær spurningar sem nemendahópurinn þinn kann að hafa. Dæmi um hugsanlegar spurningar og svör í tengslum við myndina er að finna í „Námsefnið“ á bls. 16. En ef þú færð spurningu sem þú hefur ekki svar við? Dragðu andann djúpt og hugsaðu þig um áður en þú svarar. Þú mátt líka segja við barnið að þú vitir ekki svarið: Þetta var mjög góð spurning og ég er ekki alveg viss hvernig ég á að svara henni. Eftir tímann getum við skoðað þetta saman. Veittu athygli og hugaðu að þeim nemendum sem segja frá eigin reynslu. Leyfðu barninu að ljúka frásögninni og segðu því að það sé gott að það hafi sagt frá. Til að forða barninu frá að berskjalda sig sjálft, systkini eða aðra of mikið er gott að hjálpa barninu að ljúka frásögninni. Þú getur t.d. sagt: Það er mjög mikilvægt og gott að þú sagðir frá þessu. Þannig á engum að líða / Það sem þú varst að segja okkur er dæmi um aðstæður sem er mjög erfitt að vera í. Það er virkilega gott að þú sért að segja einhverjum fullorðnum frá, þá getum við saman fundið leið til að gera eitthvað í málinu. Mig langar til að við tvö/tvær/tveir ræðum þetta betur eftir kennslustundina 1 HEFUR ÞÚ ÁHYGGJUR AF BARNI? Oft vita kennarar ekki alveg hvernig á að fylgja málum eftir ef þeir hafa áhyggjur af barni. Þú getur lesið þér nánar til um hvað skal gera, ef slíkar áhyggjur vakna, á bls. 33.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=